• 3.5.2025, 12:00, Bókasafn Álftaness

Sumri fagnað og ljósaborð

Fögnum sumri með útidóti og huggulegu ljósaborði fyrir innipúkana

Ljósaborð og útidót laugardaginn 3.maí á milli klukkan 12 og 15.

Hvað er skemmtilegra en að leika sér með ljósaborð og segulkubba? Við dimmum ljósin þannig að hægt er að leika sér með form og liti kubbanna og sjá hvernig ljósið varpast í gegnum þá.

Einnig verður boðið upp á útidót eins og teygjó, sippiband, snú snú og krítar fyrir þá sem vilja njóta útiveru fyrir utan bókasafnið. Allir krakkar velkomnir.