• 3.2.2023, 18:00, Hönnunarsafn Íslands

Sýningaropnanir á Safnanótt -Aftur til Hofsstaða og Hönnunarsafnið sem heimili

  • Aftur til Hofsstaða

Áhugaverðar sýningaropnanir verða á Garðatorgi og í Hönnunarsafni Íslands á Safnanótt þann 3. febrúar. 

Margmiðlunarsýningin Aftur til Hofsstaða sem Gagarín hefur hannað í tenglsum við Minjagarðinn á Hofsstöðum verður opnuð klukkan 17 á Safnanótt sem fer fram föstudaginn 3. febrúar nk. Sýningin er staðsett á Garðatorgi 7 og þar geta gestir fræðst um Garðabæ allt frá landnámi til dagsins í dag en nýjasta tækni í margmiðlun er notuð til að miðla á mjög skemmtilegan hátt. Hringur Hafsteinsson höfundur sýningarinnar mun segja frá og leiðbeina gestum við opnunina. 

Klukkan 20 á Safnanótt verður svo ný sýning opnuð í Hönnunarsafni Íslands en sýningin ber titilinn Hönnunarsafnið sem heimili. Gripum úr safneign er komið fyrir á skemmtilegan hátt og mynda heimili en þó ekki alveg öll rými heimilis en vegna leka í sýningarsal verður ekki hægt að sýna gripi í stofunni en þess í stað verður Jelena Ciric tónlistarkona ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara og Margréti Arnardóttur harmonikkuleikara í stofurýminu og heldur stemningunni lifandi í skugga leka.