• 26.6.2024, 19:00, Garðatorg - miðbær

Teiknismiðja á Jónsmessugleði Grósku

Í tilefni af Jónsmessugleði Grósku segir Anna C. Leplar frá reynslu sinni af að teikna á opinberum stöðum, þá sérstaklega söfnum, bæði hér og erlendis.

Anna fer rækilega í gegnum hvaða myndlistavörur eru hentugastar að taka með sér við slík tækifæri. 
Þá er oft miðað við að erlend söfn leyfa ekki fljótandi efni og ekki stórtæka hluti eins og trönur til dæmis. Markmiðið er ekki að hanga lengi yfir verki en að ná hins vegar skemmtilegri túlkun með miklum fókus og athygli.

Anna mun sýna gestum verk sín í gegnum fjölda skissubóka þar sem teiknað var á ýmsum stöðum og jafnvel eitthvað af bókum sínum sem hún hefur myndlýst.Anna er fædd á íslandi en er uppalin og menntuð á Bretlandi. Hún hefur starfað sem kennari, hönnuður og myndlýsir í mörg ár. Verk hennar hafa verið gefin út af ýmsum forlögum hér á landi, en þó aðallega í Bretlandi hjá m.a. Penguin, Folio, Bloomsbury, Macmillan og mörg fleiri forlögum. Anna var deildarstjóri í nýuppsettri deild í teikningu hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík í 12 ár þar sem hún mótaði fyrstu deildina yfir á BA stigi í teikningu á Íslandi, sem er afar lofsvert. Margir þeir nemendur sem útskrifuðust á þessum árum hennar í Myndlistaskólanum í Reykjavík eru að breyta landslaginu í teikningu á Íslandi í dag.
Hægt er að sjá verkin hennar á vefsíðu hennar, annaleplar.com og á Instagram @cindy_gussie
Það sem gott er að hafa með sér:

  •  Skissubók er nauðsynleg - gott að hún sé ekki of stór, og pappírinn ekki of þunnur
  •  blýantar - B - 6B
  •  tússpennar í ýmsum breiddum sem eru ekki vatnsuppleysanlegir.
  •  áfyllanlegir vatnslitapenslar með ekki of mjóan odd (ef ekki þá lítil krukka sem hægt er að fylla af vatni og penslar
  •  vatnslita blýantar og/eða vatns uppleysanlegir trélitir
  •  vatnslitir

Gott að hafa með sér lítil krukkulok eða lítil plastbox til að blanda liti eða lítil plast litaspjöld (palletta) og vatnsliti