• 19.8.2022, 18:00 - 19:00, Garðatorg - miðbær

Þarabar og kristalharpa

  • Þarabar og kristalharpa

Þarabar og kristalharpa - einstakur viðburður á Garðatorgi 7

Þau Snorri Beck tónlistarmaður og Sólrún Arnarsdóttir textílhönnuður hlutu styrk úr Hvatningarsjóði fyrir unga hönnuði og listamenn í Garðabæ sem menningar-og safnanefnd veitir árlega í því skyni að efla menningarlíf í bænum og veita ungu og hæfileikaríku fólki tækifæri til að efla sig.

Föstudaginn 19. ágúst frá kl. 18-19 á Garðatorgi 7, bjóða Snorri og Sólrún bæjarbúum og þeirra gestum að njóta einstaks viðburðar. Snorri Beck mun spila á kristalhörpu sem hann smíðaði og á meðan geta gestir fengið að kynnast og gæða sér á frumlegri framsetningu þörungaafurða á þarabarnum í boði Sólrúnar Arnarsdóttur.

Snorri Beck er á lokaári við Listaháskóla Íslands í nýmiðla tónsmíðum og hefur meðal annars samið verk fyrir kristalhörpu sem hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir.
Sólrún Arnarsdóttir er nemandi í textílhönnun á lokaári við Central Saint Martins School of Art í London og hefur undanfarin ár kynnt sér vettvang lífrænna og sjálfvaxandi efna sem svari við raunum samfélagsins í loftslags- og samfélagsmálum. Náttúrubarn sem leitar uppi einföld svör við flóknum spurningum og endar með flókin svör við einföldum spurningum.
Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis og fer fram í glerhýsinu Garðatorgi 7.
Viðburður á facebook