Tónleikar: Daníela Ehmann
Söngvaskáldið Daníela Ehmann mun flytja lög af EP plötunni sinni Delusional & Bi sem kemur út í september.
Daníela hefur samið lög í yfir áratug og gefið út tvö lög á Spotify en þetta er fyrsta platan hennar. Hún fékk hvatningarstyrk frá Garðabæ til þess að gefa út lag árið 2020 og tók nýverið þátt í Músíktilraunum. Einnig er hún er að læra á rafgítar í tónlistarskólanum í Garðabæ.
Platan Delusional & Bi varð til út frá hugsuninni að fá að sleppa sér í ímyndunaraflinu sínu í smá stund, óháð raunverulegum aðstæðum. Platan er því samansafn skáldaðra sagna og persóna.
Athugið að lagatextarnir eru ekki við hæfi barna og eru á ensku. Það verða útprentaðir textar á tónleikunum fyrir þá sem vilja.
Frítt inn og öll velkomin
Concert with singer-songwriter Daníela Ehmann.