• 28.7.2020, 20:00, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónleikar Önnu og Helgu - fiðla og píanó

  • Helga Sigríður og Anna Katrín

Þær Anna Katrín Hálfdanardóttir og Helga Sigríður E. Kolbeins halda tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, þriðjudaginn 28. júlí kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þær Anna Katrín Hálfdanardóttir og Helga Sigríður E. Kolbeins halda tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, þriðjudaginn 28. júlí kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Anna Katrín leikur á fiðlu og Helga Sigríður á píanó.  Á efnisskránni eru verk eftir Pauline Viardot, Lili Boulanger, Karólínu Eiríksdóttur, Hildigunni Rúnars, Beethoven og Bortkiewicz.

Þær Anna Katrín og Helga Sigríður fengu styrk úr Hvatningarsjóði ungra listamanna í Garðabæ til að halda tónleika í sumar.  Anna Katrín starfaði í Skapandi sumarstörfum í Garðabæ í sumar þar sem hún var með verkefni um kventónskáld og mörg verkanna á tónleikunum á þriðjudaginn eru eftir konur. 

Anna Katrín er í diplómanámi í fiðlu undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur við Listaháskóla Íslands. Hún hefur spilað í mörgum hljómsveitum, þar á meðal Ungsveit sinfóníuhljómsveitar, sinfoníuhljómsveit tónlistarskólanna og sinfóníuhljómsveit MÍT. Einnig hefur Anna Katrín leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.

Helga Sigríður er í framhaldsnámi í Menntaskóla í tónlist. Helga Sigríður hefur tekið þátt í fjöldamörgum tónleikum bæði á þverflautu og píanó og unnið til verðlauna m.a. í píanókeppni Epta og í Chopin píanókeppninni hér á landi.

Viðburður á facebook.