• 5.10.2022, 12:15, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónlistarnæring: Gissur Páll á hádegistónleikum

  • Tónlistarnæring

Gissur Páll Gissurarson tenór og Guðrún Dalía Salomónsdóttir píanó koma fram á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund miðvikudaginn 5. október kl. 12:15. 

Tenórinn ástsæli, Gissur Páll Gissurarson syngur ljúflingslög og uppáhaldsaríur á hádegistónleikum miðvikudaginn 5. október nk. kl. 12:15 sem eru liður í Tónlistarnæringu. 
Með Gissuri leikur Guðrún Dalía Salomónsdóttir píanóleikari en saman fluttu þau dagskrá í rafrænum tónleikum undir merkjum Menningar í Garðabæ.
Nú geta gestir notið tónleika með tenórinn og píanóleikarann á staðnum en tónleikarnir fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar og er aðgangur ókeypis. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar kostar tónleikaröðina Tónlistarnæringu sem er haldin í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.