• 3.9.2025, 12:15, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónlistarnæring með Kurt Weill

Björk Níelsdóttir sópran og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari munu leiða saman hesta sína á fyrstu tónlistarnæringu haustsins. Á dagskrá er æsispennandi kabarettprógramm með verkum tónskáldsins Kurt Weill.

Á efnisskránni koma sjóræningjar, vændiskonur, spagettíbollur og brostin hjörtu við sögu en um þetta er fjallað í nokkrum af frægustu sönglögum Kurts Weil svo sem Youkali, Nanna Lied og Je ne taime pas.Björk Níelsdóttir starfaði um árabil í Holllandi en er nýflutt til Íslands og hefur tekið þátt í nýstárlegum óperuuppfærslum sem og tónleikum. Matthildur Anna Gísladóttir hefur verið ötull meðleikari íslenskra söngvara um árabil en hún kennir einnig við Listaháskóla Íslands.

Tónlistarnæring fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði og það er menningar- og safnanefnd sem kostar tónleikaröðina sem haldin er í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð.

Tónleikarnir eru 30 mínútur að lengd og aðgangur er ókeypis