• 5.11.2025, 12:15, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónlistarnæring með Veru Hjördísi og Guðnýju Charlottu

Efnisskráin samanstendur af norrænum og frönskum ljóðum eftir E. Grieg, G. Fauré, Pauline Viardot og Agathe Backer Gröndahl. Aðgangur er ókeypis.

Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12.15 munu þær Vera Hjördís Matsdóttir sópran og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikari koma fram á Tónlistarnæringu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.

Efnisskráin samanstendur af norrænum og frönskum ljóðum eftir E. Grieg, G. Fauré, Pauline Viardot og Agathe Backer Gröndahl.

Vera Hjördís lauk meistaragráðu í söng árið 2024 frá Konunglega listaháskólanum í Den Haag en hún söng m.a. í uppfærslu Kammeróperunnar á Brúðkaupi Fígarós sem flutt var í Borgarleikhúsinu. Þá tók Vera þátt í nýliðnum Óperudögum og söng m.a. fyrir grunnskólabörn í Garðabæ í sýningunni Pétur Pan og týndi fjársjóðurinn.

Guðný Charlotta lauk meistaranámi í píanóleik frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Árósum og hefur verið virk í flutningi á samtímatónlist, kammertónlist og meðleik með einsöngvurum.

Áður auglýstir tónleikar með bæjarlistamanninum Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara verða á dagskrá þann 4. mars 2026.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin en tónleikaröðin fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði í sal Tónlistarskóla Garðabæjar og er samstarf Menningar í Garðabæ og Tónlistarskóla Garðabæjar.l