• 3.12.2025, 12:15, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónlistarnæring með Voces Thules

Voces Thules mætir á Tónlistarnæringu í Garðabæinn með sitt hafurtask sem samanstendur af pípum, trommum, gígjum, langspilum og lýrukössum sem hafa safnast í sarpinn á rúmum 30 starfsárum. 

Sönghópurinn mun draga fram í dagsljósið sjaldheyrða söngva úr fjársjóðskistu fyrri alda sem laða fram stemninguna í upphafi aðventu. Einnig bregður fyrir söngvum sem hrífa okkur aftur á miðaldir í einu vetfangi og minna á áskoranir sem tilvera forfeðranna bauð upp á, sem raunar var sjaldnast neitt val um að takast á við.

Efnisskráin spannar tíu aldir og segir sögur höfðingja jafnt sem almúga.

Tónlistarnæring fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði og það er menningar- og safnanefnd sem kostar tónleikaröðina sem haldin er í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð.

Tónleikarnir eru 30 mínútur að lengd og aðgangur er ókeypis.