Tónlistarnæring - Strengjakvartett Hans Jóhannssonar
Tónlistarnæring fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann. Að þessu sinni stígur strengjakvartett Hans Jóhannssonar á svið.
Á Tónlistarnæringu verður leikið á strengjakvartett sem er sköpunarverk bæjarlistamanns Garðabæjar, fiðlusmíðameistarans Hans Jóhannssonar.
Kvartettinn skipa:
Auður Hafsteinsdóttir fiðla
Matthías Stefánsson fiðla
Fidel Atli Quintero Gasparsson víóla
Örnólfur Kristjánsson selló
Tónlistarnæring fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann. Tónleikar í röðinni eru um 30 mínútna langir og aðgangur er ókeypis. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar stendur að tónleikunum