• 7.9.2022, 12:15 - 12:45, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónlistarnæring - Þóra Einarsdóttir syngur á hádegistónleikum

  • Þóra Einarsdóttir

Miðvikudaginn 7. september kl. 12:15 kemur Þóra Einarsdóttir sópran fram á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi.

Þóra syngur sönglög Páls Ísólfssonar á ókeypis tónleikum í Garðabæ.

Þóra ríður á vaðið í haustdagskrá tónleikaraðarinnar Tónlistarnæring, sem fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði.
Með Þóru leikur sænski konsertpíanistinn Katarina Ström-Harg en þær munu flytja sönglög eftir Pál Ísólfsson og kennara hans Max Reger.

Aðgangur er ókeypis. Listrænn stjórnandi Tónlistarnæringar er Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi Garðabæjar og tónleikarnir eru á vegum menningar-og safnanefndar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar