• 7.11.2019, 18:00 - 19:00, Bókasafn Garðabæjar

Umhverfis- og loftslagsmál í stjarnfræðilegu samhengi - Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar) fjallar um ýmis undur plánetunnar okkar í Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 18. 

Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 18. 

,,Hvað getum við gert til að gera framtíðina frábæra? Sem betur fer ótalmargt!" Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar) fjallar um ýmis undur plánetunnar okkar – hafið, regnskóga og loftið – og áhrifin sem menn hafa á hana. Fróðleg og skemmtileg fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál í stjarnfræðilegu samhengi. Þetta er síðasta erindi í erindaröð Bókasafns Garðabæjar og umhverfisnefndar Garðabæjar um umhverfismál.

Bókasafn Garðabæjar er til húsa að Garðatorgi 7, gengið inn um torgið sem er við hliðina á ráðhústurninum.

Viðburður á facebook.