Uppskeruhátíð Garðaprjóns
Bókasafnið í Garðabæ í samstarfi við Norræna félagið í Garðbæ halda uppskeruhátíð Garðaprjóns.
Öll eru velkomin, bæði þau sem hafa mætt á hittinga Garðaprjóns í vetur og þau sem hafa áhuga á því að slást í hópinn.
Starf Garðaprjóns fyrir næsta ár verður kynnt og boðið verður uppá jólaglögg, piparkökur, prjónagleði og frábæran félagsskap.
Ekki láta þig vanta.
