• 22.8.2020, 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar laugardaginn 22. ágúst

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafnsins verður haldin laugardaginn 22. ágúst á Garðatorgi. Af því tilefni mætir Húlladúllan að skemmta og sýna listir sínar.

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafnsins verður laugardaginn 22. ágúst á Garðatorgi 7.  Húlladúllan kemur kl. 12:00 að skemmta og sýna listir sínar.

Húlladúllan elskar að húlla! Hún skemmtir, kennir stórum sem smáum sirkuslistir og gerir frábæra húllahringi.

Þrír lestrarhestar verða dregnir úr umsagnarmiðunum í lukkukassanum og fá bók í verðlaun.
Allir sem koma með og sýna lestrardagbókina sína fá glaðning.