• 4.2.2021, 12:00, Garðabær

Útilistaverk, rafræn leiðsögn | Vetrarhátíð í Garðabæ

Leiðsögn með Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra um fimm af útilistaverkum sem staðsett eru í Garðabæ.

Leiðsögn með Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra um fimm af útilistaverkum sem staðsett eru í Garðabæ. Leiðsögnin er aðgengileg hér.

Verkin eru:

Við Ægisdyr eftir bæjarlistamann Garðabæjar 1992 Pétur Bjarnason (f. 1955 d. 2020).
Staðsett vestan við Garðaskóla, afhjúpað 1993.

Táknatré eftir Gabríelu Friðriksdóttur (f. 1971).
Staðsett við Urriðaholtsstræti, afhjúpað 2008 (ekki á staðnum vegna framkvæmda).

Landslagsmynd eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur (f. 1955).
Staðsett við gatnamót Vífilstaðavegs og Hafnarfjarðarvegs, afhjúpað 1997.

Bjargfesta eftir Sigurð Guðmundsson (f. 1942).
Staðsett við Skólabraut, afhjúpað 1997.

Þrenning eftir Sigurjón Ólafsson (f. 1908 d. 1982).
Staðsett við Garðaskóla, afhjúpað 1990.

Umsjón: Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar
Upptaka: Hafdal framleiðsla
Kostað af Menningar- og safnanefnd Garðabæjar