• 7.2.2025, 17:00, Bókasafn Garðabæjar

Safnanótt á bókasafninu

Safnanótt verður haldin 7. febrúar. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð sem haldin er dagana 6.–9. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7

  • Kl. 17.00 Skólakór Sjálandsskóla
    Kórinn syngur nokkur lög undir stjórn Ólafs Schram.

  • Kl. 17.15-18.00 Fjölskyldubingó
    Fjörugt bingó með skemmtilegum vinningum sem kostar ekki krónu.

  • Kl. 18.00-20.00 Spákona býður upp á örspá fyrir gesti

Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir tarotspámiðill og reikimeistari skyggnist inn í dulheima tarotsins. Skráning í afgreiðslu safnsins.

  •  Kl. 19.00-20.00 Jazztríó Margrétar Eirar

Gítarleikarinn Andrés Þór og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson leika með Margréti Eir.