Vetrarhátíð - Sundlauganótt í Ásgarðslaug
Á Sundlauganótt, laugardaginn 9. febrúar, verður að þessu sinni boðið upp á dagskrá í Ásgarðslaug frá kl. 17-22.
Hin árlega Vetrarhátíð fer fram dagana 7.-10. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Á Sundlauganótt, laugardaginn 9. febrúar, verður að þessu sinni boðið upp á dagskrá í Ásgarðslaug frá kl. 17-22.
Auglýsing - ath kayak kennsla bættist við auglýstu dagskrána kl. 17-18
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar
Ásgarðslaug, sundlaug Garðabæjar í Ásgarði, ókeypis aðgangur kl. 17:00-22:00
Kl. 17:00-18:00 Kayak kennsla í sundlauginni
Yngstu kynslóðinni gefst kostur á að koma með smádót til að leika með í barnalauginni í fylgd með foreldrum.
Kl. 17:00-19:00 Sirkusskóli
Sirkus Íslands mætir með dótakassann sem er stútfullur af skemmtilegum sirkusgræjum sem sundlaugargestir á öllum aldri geta prófað.
Kl. 18:00-19:00 Kennsla í sundtækni
Sunddeild Stjörnunnar býður upp á kennslu í sundtækni í útilauginni fyrir áhugasama á öllum aldri.
Kl. 18:30-19:00 Töframaður
Jón Víðis töframaður skemmtir gestum laugarinnar.
Kl. 19:30-20:00 Sirkus Íslands
Skemmtilegt fimleikaatriði frá hæfileikafólki Sirkus Íslands.
Kl. 20:00-20:30 Aqua Zumba – sundlaugarpartý
Hressileg dansspor og líkamsrækt í vatni fyrir alla aldurshópa. Aqua Zumba öðru nafni Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum.
Kl. 20:30-22:00 Róleg stemning
Tónlist og notaleg lýsing í sundlauginni fyrir sundlaugargesti.
Verið velkomin í sund!
Sundlaugar Garðabæjar í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar