• 13.5.2019 - 24.5.2019

Vorhreinsun lóða 13.-24. maí - hreinsun á garðúrgangi

Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 13.-24. maí 2019. 


Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 13.-24. maí 2019. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar og verktakar verða á ferðinni þessa daga og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.
• Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins því að vorhreinsun lokinni verða lóðahafar sjálfir að flytja garðaúrgang í endurvinnslustöðvar SORPU, sorpa.is , og/eða nýta safnkassa á lóðum.
• Passa skal sérstaklega að greinar og gróður hindri ekki umferð og sýn á gangstígum og gangstéttum. Greinar og felld tré sem sett eru við lóðamörk verða fjarlægð á sömu dögum. Garðabær vill með þessari þjónustu stuðla að góðri umhirðu trjágróðurs á lóðum.

Hér er hægt að nálgast mikinn fróðleik um gróður á lóðum, s.s. um umhirðu trjágróðurs og leiðbeiningar um umhirðu garða.

Hreinsun á garðúrgangi:

13-15. maí Flatir, Ásgarður, Fitjar, Hólar, Ásar, Grundir, Sjáland, Arnarnes, Akrar, Vífilsstaðir, Urriðaholt
16.-21. maí Tún, Mýrar, Garðatorg, Móar, Byggðir, Lundir, Búðir, Bæjagil, Hæðahverfi, Hnoðraholt
22.-24. maí Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og v. Álftanesveg

Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins!