• 8.5.2024 - 21.5.2024, 0:01 - 23:59, Garðabær

Vorhreinsun lóða í Garðabæ

Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 8.- 21. maí.

Að þessu sinni mun Garðabær koma fyrir ríflega 30 gámum um bæinn til að taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana. Fjöldi gáma endurspeglar þann mikla dugnað sem Garðbæingar hafa sýnt í vorhreinsun sinni.

Eldri borgurum og þeim sem þurfa aðstoð við að koma garðaúrgangi í gámana er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Garðabæjar, sem verður þeim innan handar.

 

Hér má sjá staðsetningu gámanna