• 9.5.2025 - 22.5.2025, Garðabær

Vorhreinsun lóða í Garðabæ

Ríflega 30 gámum verður komið fyrir í bænum sem taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana.

Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður með sama sniði í ár og í fyrra, þ.e.a.s. að rúmlega 30 gámum verður komið fyrir í bænum sem taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana.

Vorhreinsun lóða fer fram dagana 9. til 22. maí og er hún liður í hreinsunarátaki Garðabæjar sem stendur yfir frá 28. apríl til 12. maí.

Eldri borgurum og þeim sem þurfa aðstoð við að koma garðaúrgangi í gámana er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Garðabæjar, sem verður þeim innan handar.