• 16.5.2019 - 18.5.2019, Jónshús

Vorsýning í Jónshúsi

Hin árlega vorsýning í Jónshúsi verður haldin 16.-18. maí nk. þar sem handverksfólk úr hópi eldri borgara sýnir afrakstur vetrarins. Garðabæingar eru hvattir til að kíkja á sýninguna, fá sér kaffi og skoða fallega muni sem orðið hafa til í starfinu í vetur.

Hin árlega vorsýning í Jónshúsi verður haldin 16.-18. maí nk. þar sem handverksfólk úr hópi eldri borgara sýnir afrakstur vetrarins. Garðabæingar eru hvattir til að kíkja á sýninguna, fá sér kaffi og skoða fallega muni sem orðið hafa til í starfinu í vetur.

Dagskrá:

Fimmtudagur 16. maí

Kl. 14:00 Gunnar Einarsson bæjarstjóri flytur ávarp og opnar sýninguna.

Björn Pálsson Heldriborgari flytur ávarp

Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ syngur nokkur lög undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.

Kaffiveitingar frá kl. 13:00 –15:30 - verð kr. 500

Sýning opin kl: 13:00 – 16:00

Föstudagur 17. maí

Kl. 14:00 Heldriborgarar dansa línudans undir stjórn Óla Geirs.

Kaffiveitingar frá kl. 13:00 –15:30 - verð kr. 500

Sýning opin kl: 9:30 – 16:00

Laugardagur 18. maí

Kl. 13:00 Heldriborgarar sýna Zumba undir stjórn Hjördísar B. Zebitz.

Kaffiveitingar frá kl. 12:00 –15:30 - verð kr. 500

Sýning opin 12:00 – 16:00

Sýningin verður opin fimmtudag kl. 13:00 –16:00, föstudag kl. 9:30–16:00 og laugardag kl. 12:00–16:00

Auglýsingin.