Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Garðabæjar

Skýrsla um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Garðabæjar var lögð fram og tekin til umfjöllunar í bæjarstjórn Garðabæjar 17. október 2019. 

Skýrsla um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Garðabæjar var lögð fram og tekin til umfjöllunar í bæjarstjórn Garðabæjar 17. október 2019. Skýrslan er unnin af Haraldi L. Haraldssyni hagfræðingi (HLH ehf.). Við vinnslu skýrslunnar var stuðst við gögn frá sveitarfélaginu og til samanburðar voru skoðuð gögn varðandi rekstur sambærilegra sveitarfélaga. Úttektin byggir meðal annars á viðtölum við forstöðumenn og deildarstjóra einstakra málaflokka á sviðum bæjarins. Auk greiningarinnar á stjórnsýslunni, rekstrinum og fjármálum eru lagðar fram tillögur til úrbóta í skýrslunni.

Í bókun bæjarstjórnar um úttektina segir: ,,Bæjarstjórn Garðabæjar lýsir ánægju með framkomna skýrslu sem staðfestir traustan rekstur bæjarfélagsins þar sem starfsmenn leggja sig fram af metnaði og með fagmennsku að leiðarljósi við að veita bæjarbúum góða þjónustu. Í skýrslunni felast jafnframt tækifæri til að gera enn betur með það að markmiði að fylgja eftir tillögum og ábendingum til að bæta rekstur, fjárhag og þjónustu bæjarins.“

Skýrsla um stjórnsýslu, rekstur og fjármál Garðabæjar.

Frétt á vef Garðabæjar frá 22. október 2019.