Sigríður Hulda Jónsdóttir (D)
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2014.
Netfang: sigridur.hulda.jonsdottir@gardabaer.is
Ferilskrá
Námsferill
MBA, Háskóli Íslands, 2017
MA í náms- og starfsráðgjöf, Háskóli Íslands, 2013
Diploma í náms- og starfsráðgjöf, Háskóli Íslands, 1994
Kennslufræði til kennsluréttinda, Háskóli Íslands, 1991
BA próf í uppeldis- og menntunarfræði, Háskóli Íslands, 1989
Stúdent af félagsfræðibraut, Menntaskólinn á Akureyri, 1984
Starfsferill
Eigandi og framkvæmdastjóri hjá SHJ ráðgjöf frá 2013
Forstöðumaður Stúdentaþjónustu Háskólans í Reykjavík, 2007-2013
Sjálfstætt starfandi frá 2003 til 2007, helstu verkefni:
- Ráðgjöf og kennsla fyrir Háskólann í Reykjavík og Keili, 2004-2007
- Verkefnisstjóri hjá Mími-Símenntun, 2004-2007
- Kennsla og umsjón með leikskólabrú á höfuðborgarsvæðinu, 2007
- Ráðgjöf og úrlausnir vegna ungmenna sem ekki fá skólavist fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2006-2007
- Ritstörf fyrir tímarit, 2006-2007
- Hugmyndavinna fyrir Kaupás vegna markaðsmála, 2006
- Þróun á nýju námskeiði fyrir ungmenni fyrir Námsflokka Reykjavíkur, 2006
- Verkefnisstjóri í gerð forvarnastefnu fyrir Garðabæ, 2006
- Verkefnisstjóri að skipulagi forvarna fyrir Kópavogsbæ, 2006
- Verkefnisstjóri ,,Vertu til“, forvarnaverkefnis Lýðheilsustöðvar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Unnið með 23 sveitarfélögum, 2003-2006
- Verkefnisstjóri fyrir Garðabæ vegna athugunar á stöðu ungmenna í bæjarfélaginu sem ekki hófu nám í framhaldsskóla eftir 10. bekk, 2004
- Ráðgjafi í Eyjaverkefni á vegum Áfengis- og vímuvarnaráðs, 2003
- Verkefnisstjóri í forvörnum framhaldsskólanna fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 1997-2012
Náms- og starfsráðgjafi og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, 1989-2003
Grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, 1984-1985
Verkstjóri skólagarða Akureyrarbæjar á sumrin samhliða menntaskólanámi
Nefndastörf
Varaformaður bæjarráðs frá 2014
Forseti bæjarstjórnar 2015-2016
Formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar frá 2014
Formaður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar, 2010-2014
Varaformaður nefndar um menningarhús í Garðabæ 2018
Formaður nefndar um aðkomutákn Garðabæjar 2016