Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
18. (1976). fundur
18.05.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir varamaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2102116 - Afgreiðsla menningar- og safnanefndar varðandi tillögu um bæjarlistamann Garðabæjar árið 2021.
Á fund bæjarráðs kom Ólöf Hulda Breiðfjörð, menningarfulltrúi og gerði grein fyrir tillögu menningar- og safnanefndar um val á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2021.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um tilnefningu á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2021. Tilnefningin verður tilkynnt á menningaruppskeruhátíð sem fyrirhuguð er miðvikudaginn 2. júní nk.
2. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 - framkvæmdayfirlit.
Eysteinn Haraldsson, bæjarverkfræðingur fór yfir framkvæmdir ársins og fjallaði nánar um stöðu einstakra framkvæmda.
3. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 - málaflokkayfirlit.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri gerði grein fyrir málaflokkayfirliti fyrir tímabilið janúar - apríl 2021.
4. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 - viðauki nr. 1.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki nr. 1

Sambýli
Gerð hefur verið nokkur breyting á rekstri sambýla. Sigurhæð er ekki lengur rekið sem heimili fyrir fatlað fólk en heimilismenn þar fluttu á heimilin að Ægisgrund og Krókamýri. Vegna fjölgunar íbúa þarf að fjölga starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk.

Krókamýri fjölgun starfsmanna 14.000.000 02563-
Ægisgrund fjölgun starfsmanna 14.000.000 02561-
Búsetuúrræði og sólarhringsþjónusta (lækkun) -13.400.000 02566-
Samtals aukin kostnaður 14.600.000


Mýrin - íþróttamiðstöð
Vegna endurnýjunar á markaklukku í Mýrinni er lagt til að bæta við 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun ársins.
Mýrin framkvæmdir 10.000.000 32010-

Sjóvarnargarðar
Á fundi bæjaráðs 23.3. sl. var samþykkt erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað var staðfestingar á að Garðabær tæki þátt í sjóvörnum á Álftanesi skv. samþykktri samgönguáætlun. Áætlaður heildarkostnaður er 25,1 m.kr. þar af er hlutur Garðabæjar 3,1 m.kr. Á fjárhagsáætlun er 1 m.kr.
Sjóvarnir 2.100.000 07440-4520

Framlag til Sorpu bs.
Leggja þarf Sorpu bs. til aukið fjármagn á árinu 2021 sbr. samþykkt þar um á árinu 2020. Eigendur leggja til Sorpu bs. 1.000 millj.kr. á árunum 2020 og 2021. Hlutur Garðabæjar á árinu 2021 er 36,3 m.kr.
Stofnframlag til Sorpu 36.300.000 08210-9911

Samtals útgjaldaauki 63.000.000

Fjármögnun viðauka.

Fasteignaskattur - hækkun -34.000.000 00060-0011
Lóðarleiga - hækkun -5.000.000 00350-0310
Vatnsgjald - hækkun -7.000.000 43110-0214
Holræsagjald - hækkun -17.000.000 43410-0213
Samtals -63.000.000
5. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 - úthlutun styrkja.
Skjólið - opið hús fyrir konur 250.000
Garðakórinn 350.000
Stígamót 400.000
Fjölsmiðjan v. COVID19 150.000
Samtökin 78 100.000
Sjálfsbjörg - Samvera og súpa 100.000
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi 250.000
Samtök um kvennaathvarf 500.000
Bjarkahlíð -miðstöð fyrir þolendur ofbeldis 400.000
Kvennaráðgjöfin 250.000
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins 100.000

Bæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi umsóknum til bæjarstjóra.

Umsókn Félags heyrnarlausra.
Umsókn Pieta samtakanna.
Umsókn Alanó klúbbsins.
6. 2101200 - Útboð á þjónusta iðnaðarmanna.
Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri framkvæmda og umhverfis gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð og þjónustu iðnaðarmanna. Búið var að bjóða út þjónustu rafvirkja og málara en vegna ábendinga og athugasemda var auglýsing um útboð afturkölluð. Farið var nánar yfir helstu athugasemdir sem fram komu og sagt frá vinnu við að bæta úr mögulegum annmörkun. Þegar skilmálar hafa verið yfirfarnir verða þeir lagðir fram til kynningar og samþykktar í bæjarráði.
Lagt fram bréf Rafmagnsþjónustunnar varðandi rammaútboð, dags. 19. apríl 2021.
Með útstrikunum - Bréf til bæjarstjórnar Garðabæjar áthugas. við útboð 19. apr. 2021_Redacted.pdf
7. 2104177 - Hegranes 28 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Rögnu Sif Þórarinsdóttur, kt. 200988-2649, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús að Hegranesi 28.
8. 2105114 - Umsókn um styrk vegna þátttöku á ólympíuleikum í efnafræði.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Dags Björns Benediktssonar, kt. 170802-2660 um greiðslu sumarlauna 2021 vegna undirbúnings fyrir þátttöku á ólympíuleikjunum í efnafræði.
9. 2104103 - Tillaga skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar um gjaldskrá fyrir skólaárið 2021-2022.
Bæjarráð vísar tillögu skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar um gjaldskrá fyrir skólaárið 2020-2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
tónlistarskóli2021-2022.pdf
10. 2105275 - Erindi listamanna varðandi vinnustofuaðstöðu listamanna að Garðatorgi, dags. 10.05.21.
Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir vinnu við greinargerð um möguleika að nýta húsnæði að Garðatorgi 1 fyrir starfsemi Hönnunarsafns Íslands og fjölbreytta menningarstarfsemi fyrirtækja og félagasamtaka á sviði lista og menningar, Ungmennahúss, frístundastarfs fatlaðs fólks og samkomustað fjölskyldna í bænum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og menningarsviðs vegna vinnu við ofangreinda greinargerð og til umfjöllunar í menningar- og safnanefnd.
Erindi listamanna á Garðatorgi 1.pdf
11. 2105125 - Ályktun Húsfélagsins að Þorrasölum 1-3 varðandi lagningu Vorbrautar við Þorrasali, dags. 10.05.21.
Lögð fram.

Sara Dögg Svanhildardóttir, lagði fram eftirfarandi bókun.

„Ég ítreka fyrri bókun Garðabæjarlistans sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 18. febrúar síðastliðinn þar sem bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans greiddu atkvæði gegn tillögunni á þeim forsendum að engin kostnaðargreining lá fyrir né hver greiði framkvæmdina. Enda kemur á daginn að um það eru bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar ósammála. Því hefur samkomulagið ekki tryggt annað en áframhaldandi óvissu.“
4849_001.pdf
12. 2104477 - Bréf orlofsnefndar Kvenfélags Gullbringu- og Kjósarsýslu varðandi greiðslu vegna orlofs húsmæðra, dags. í apríl 2021.
Bæjarráð telur greiðslu framlags til orlofs húsmæðra stríða gegn almennum viðhorfum sem grundvallast m.a. á jafnréttissjónarmiðum. Bæjarráð lýsir vonbrigðum með að frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra sem lagt var fram Alþingi í mars árið 2017 hafi ekki orðið að lögum.

Bæjarráð lýsti yfir stuðningi við frumvarpið á fundi sem haldinn var 21. mars 2017.

Bæjarráð telur einnig að vafasöm heimild sé til greiðslu framlagsins nú þegar liggur fyrir að vegna aðstæðna í Covid voru auglýstar ferðir á vegum orlofsnefndar felldar niður.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra og felur honum að kanna á hvern hátt eftirliti er háttað með ráðstöfun greiðslna sveitarfélaga til orlofsnefndarinnar.
Orlof húsmæðra - gjalddagi orlofsgreiðslu 15. maí.pdf
13. 2105148 - Tilkynning frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi drög að landgræðsluáætlun 2021-2031, dags. 07.05.21.
Lögð fram og vísað til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.

landgraedsluaaetlun.pdf
Drög að landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til kynningar .pdf
14. 2105150 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Landnáms ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Hliði á Álftanesi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að Landnám ehf., kt. 640295-2529, fái rekstrarleyfi fyrir starfsemi veitingastaðar að Hliði á Álftanesi.
15. 2105152 - Ákall til sveitarfélaga um að taka Bonn áskoruninni.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
Bonn-áskorun_vefkynning_maí2021.pdf
16. 2012379 - Áskorun Samtaka grænkera á Íslandi til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Áskorun samtakanna um sama efni var tekin fyrir á fundi bæjarráðs sem haldinn var 12. janúar sl. og gerði þá sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs grein fyrir þróun á framboði matar í skólunum og sagði frá að kallað er eftir framboði á fjölbreyttu fæði. Bæjarráð vísaði þá áskoruninni til umfjöllunar skólanefndar og leikskólanefndar. Á fundum nefndanna var bókað að í grunnskólum og leikskólum Garðabæjar er lögð áhersla á fjölbreytt fæði þar sem grænmeti og ávextir eru á boðstólum fyrir börn á hverjum degi.

Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið falið að svara bréfinu og gera grein fyrir viðbrögðum bæjarins og möguleikum nemenda í skólum bæjarins á grænkerafæði.
Opið bréf til sveitarfélaga.pdf
17. 2105271 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru vegna ákvörðunar um deiliskipulag fyrir norðurhluta Hnoðraholts. (Þrymsalir)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
Kæra til u´rskurðarnefndar - Þrymsalir (undirrituð).pdf
18. 2105270 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru vegna ákvörðunar um deiliskipulag fyrir norðurhluta Hnoðraholts. (Þorrasalir)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
19. 2105279 - Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu um umsóknarfrest um framlag til að efla félagstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021, dags. 12.05.21.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs upplýsti að í undirbúningi er að senda umsókn til ráðuneytisins um framlag til að efla félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk í Garðabæ.
20. 2105278 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál., dags. 12.05.21.
Lagt fram.
21. 2105277 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál., dags. 12.05.21.
Lagt fram.
22. 1911043 - Endurnýjun samstarfssamnings við Skógræktarfélag Reykjarvíkur.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun samnings við Skógræktarfélag Reykjavíkur um rekstur Heiðmerkur. Samningurinn gildir til ársloka 2023 og er árlegt fjárframlag kr. 7.000.000.
23. 2105289 - Sala lóða í Þorraholti.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Þróunarfélagið Hnoðraholt ehf. um sölu á hluta bæjarins í lóðinni við Þorraholt 6 og kaup bæjarins á hluta Þróunarfélagsins í lóðinni við Þorraholt 4.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri gangi til samninga við Þróunarfélagið Hnoðraholt ehf um kaup og sölu á lóðarhlutum ofangreindra lóða og undirbúi auglýsingu um sölu byggingarréttar lóðanna við Þorraholt 2 og 4.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).