Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
66. fundur
04.09.2025 kl. 08:30 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í Hönnunarsafni við Garðatorg.
Fundinn sátu: Torfi Geir Símonarson formaður, Steinunn Vala Sigfúsdóttir aðalmaður, Guðrún Arna Sturludóttir aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Arnar Hólm Einarsson aðalmaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs.

Fundargerð ritaði: Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2509041 - Dagskrá fyrir skólahópa 2025 2026
Menningardagskrá fyrir skólahópa veturinn 2025/26 kynnt.Barnamenningarhátíð í Garðabæ fer framvegis fram að hausti.
Menningardagskrá fyrir skólahópa skólaárið 2025 2026.pdf
2. 2509040 - Menningardagskrá haust 2025
Menningardagskrá fyrir haustönn lögð fram og kynnt í nýrri hönnun.
Menningardagskrá haust 25.pdf
yfirlit yfir menningarárið.pdf
3. 2501370 - Menningarstefna Garðabæjar
Rætt um endurskoðun menningarstefnu sem stefnt er á að ljúki fyrir desember.
4. 2210231 - Rökkvan listahátíð
Rökkvuhópnum þakkað fyrir ómetanlegt framlag til menningarmála í Garðabæ.Hópurinn hefur nú flogið á vit nýrra ævintýra og sækir sér frekari menntunar. Menningar- og safnanefnd hvetur nýja hópa til samtals um sambærileg verkefni.
5. 2508199 - Sinfó í sundi
Rætt um vel heppnaðan viðburð í Álftaneslaug þar sem flutningur frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fór fram á risaskjá og í góðu hljóðkerfi.
sinfó í sundi.pdf
6. 2509050 - Skapandi sumarstörf 2025
Farið yfir vel heppnaða vinnu skapandi sumarstarfsmanna í sumar og metnaðarfulla lokahátíð.
Skapandi sumarstörf 2025.pdf
7. 2509055 - Starfsáætlun menningar og safnanefndar 2025 og 26
Starfsáætlun yfirfarin og samþykkt.
Starfsáætlun 25-26.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).