Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar - 33. (2134)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
10.09.2024 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður,
Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður,
Ingvar Arnarson aðalmaður,
Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður,
Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028) - forsendur og ferli.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum og vinnuferlum vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025 (2025-2028). Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði fyrir lok október 2024 og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. nóvember 2024. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð 5. desember 2024.

Bæjarráð samþykkir forsendur og vinnuferla fjárhagsáætlunar 2025.

2. 2402030 - Innleiðing ræstingar í stofnanir Garðabæjar.
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir minnisblað varðandi innleiðingu ræstingar í stofnunum Garðabæjar, skv. verksamningi við Daga hf., grundvallað á útboðsgögnum dags. í maí 2024 og tilboði Daga hf dags. 24. júní 2024.
3. 2409089 - Bréf stjórnar SSH, dags. 4. september 2024, um samhæfða svæðisskipan í málefnum barna.
Erindi Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samhæfða svæðisskipan í málefnum barna. Í erindinu kemur fram að samþykkt hafi verið að koma á fót sameiginlegu farsældarráði innan höfuðborgarsvæðisins og að framkvæmdastjóra samtakanna sé falið að gera viðaukasamning um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins við mennta- og barnamálaráðuneytið um fjölgun ráðningar verkefnastjóra sem starfi að undirbúningi stofnunar farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins og ráða verkefnastjóra á grundvelli hans.
4. 2409101 - Ársskýrsla umboðsmanns barna (2023).
Lögð fram tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem fram kemur að umboðsmaður barna hafi afhent forsætisráðuneytinu ársskýrslu embættisins fyrir árið 2023.
5. 2205413 - Viðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra.
Viðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra er samþykktur.

Viðaukinn verður lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).