Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
28. (1843). fundur
14.08.2018 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1802014 - Vinastræti 6-8 (6-10) - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG ? íbúðum, kt. 600115-0220 leyfi til að byggja fjölbýlishús með 31 íbúð að Vinastræti 6-8.
2. 1806168 - Urriðaholtsstræti 34 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita HK ? húsum ehf., kt. 491116-0990 leyfi til að byggja fjölbýlishús með 15 íbúðum að Urriðaholtsstræti 34.
3. 1808047 - Bréf Skógræktarfélags Garðabæjar varðandi samstarf um mat á verðgildi Smalaholts, 01.08.18.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið félagsins um að fram fari samstarf við mat á skógrækt í Smalaholti komi til skerðingar á svæðinu vegna skipulagsbreytinga.

Bæjarráð telur að á meðan ekki liggja fyrir ákvarðanir um skipulag svæðisins geti það ekki talist tímabært að meta verðgildi skógræktar á svæðinu.
Smalaholt óskað mats.pdf
4. 1611104 - Erindi Landsnets um afturköllun á framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu, dags. 19.06.18.
Bæjarráð samþykkir að verða við kröfu Landsnets hf. um afturköllun framkvæmdaleyfis fyrir Lyklafellslínu innan lögsögu Garðabæjar sem samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 7. desember 2017.
Garðabær_afturköllun framkvæmdaleyfis-undirritað.pdf
6. 1804129 - Erindi Björgvins Sigurðssonar um framlengingu athugasemdarfrests vegna auglýsingar á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.
Bæjarráð telur ekki tilefni til framlengingar á fresti til athugasemda samkvæmt auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjargarð þar sem gerð er grein fyrir sex 9,15 metra háum ljósamöstrum við íþróttavöll. Umrædd tillaga að breytingu er í samræmi við það sem áður hefur verið kynnt um lýsingu vallarins og er lögð fram til að taka af allan vafa um gildi framkvæmda við uppsetningu lýsingar.

Athugasemdum málaðila er vísað til skipulagsnefndar í samræmi við efni auglýsingar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi bæjargarðs, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með málsaðila.
7. 1805051 - Bréf GKG varðandi uppbyggingu á golfsvæði við Vífilsstaði, dags. 08.08.18.
Bæjarráð tekur jákvætt í að veita golfklúbbnum heimild til að hefja vinnu við hönnun á viðbyggingu og vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019 og 2020.
2018-08-08 Bréf til bæjarráðs vegna hönnunar - drög 1.pdf
8. 1802336 - Tillaga um niðurrif húsa við Lækjarfit.
Bæjarráð samþykkir að fram fari útboð vegna niðurifa á þremur húsum í eigu bæjarins við Lækjarfit 3, 5 og 7.
Auglýsing um útboð í Garðabæ - ágúst 2018.pdf
9. 1808083 - Umsagnarbeiðni vegna kröfu um afturköllun á rekstrarleyfi veitingastaðar að Garðatorgi 4.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla upplýsinga um málið hjá heilbrigðisnefnd ásamt því að kanna hjá rekstraraðila og húseiganda varðandi mögulegar úrbætur á húsnæðinu.

10. 1806154 - Samningur um ráðningarkjör bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum (SHJ,SG,AG,JS) samning um ráðningarkjör bæjarstjóra.

Ingvar Arnarson situr hjá.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).