Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
3. fundur
07.03.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1709351 - Álftanes-Miðsvæði. Deiliskipulag
Lagðar fram tillögur og athugasemdir að deiliskipulagi Miðsvæðis á Álftanesi. Tillögurnar eru 5 talsins og skiptast í Breiðumýri, Krók, Helguvík, Skógtjörn og Kumlamýri. Deiliskipulagshöfundar Þórhallur Sigurðsson arkitekt og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt lögðu fram greinargerð þar sem innihald athugasemda hefur verið flokkað niður. Umræður um innihald athugasemda og hugsanleg viðbrögð. Vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
2. 1903085 - Urriðaholt, Norðurhluti 3, dsk breyting. Oddfellowlóð.
Egill Guðmundsson arkitekt hjá Arkís og Stefán Veturliðason fyrir hönd Oddfellowreglunnar kynntu hugmyndir um breytingar á lóð Oddfellowa á háholti Urriðaholts. Vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
3. 1902376 - Urriðah Austurhl 1, Maríugata 1 - 3, deiliskipulagsbreyting
Lagt fram erindi frá lóðarhöfum Maríugötu 1 og 3 þar sem óskað er eftir fjölgun íbúða úr 20 í 26 í hvoru húsi. Ekki er óskað eftir auknu byggingarmagni.
Málinu vísað til umsagnar deiliskipulagshöfunda og Urriðaholts ehf. Baldur Ó.Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
4. 1812115 - Víkurgata 19 Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram fyrirspurn um hvort leyft verði að svalir með burðarvirki nái út fyrir byggingarreit sem nemur um 50 fermetrum. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar. Svar skipulagsnefndar er neikvætt og vísast til umsagnarinnar.
5. 1809246 - Skipulag - Keldugata 2-20, dsk breyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta sem nær til lóða við Keldugötu að ofanverðu. Auglýsing hefur farið fram. Athugasemdir hafa borist frá íbúum að Holtsvegi 23-25. Tillögu og athugasemdum vísað til tækni-og umhverfissviðs og deiliskipulagshöfundar til skoðunar.
6. 1809192 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 2. Grundir
Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir því að landnotkunarreitur 2.09 Op minnki og gert verði ráð fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð fyrir alþjóðaskólann. Lagðar fram umsagnir sem bárust um verkefnislýsingu. Tillögu vísað til forkynningar í samræmi við 2.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
7. 1710090 - Ægisgrund 1-5, dsk br (Svæði L6)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu Ása og Grunda sem gerir ráð fyrir lóð fyrir skólastofnun, alþjóðaskólann við Hraunsholtslæk. Lagðar fram umsagnir sem bárust um verkefnislýsingu. Tillögu vísað til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Halda skal kynningarfund þar sem íbúar aðliggjandi lóðar við Ægisgrund verði sérstaklega boðaðir. Tillögur að breytingu aðalskipulags og deiliskipulags skulu kynntar samhliða.
8. 1810110 - Urriðah Viðsskstræti dsk br Urriðaholtsstræti 6-12
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu Urriðaholts Viðskiptastrætis lokinni grenndasrkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast samþykkt.
9. 1810324 - Smáraflöt 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að stækkun byggingarreits vegna bílageymslu. Skipulagsnefnd hafnar tillögunni þar sem að bílageymslan nær út fyrir byggingarreit götumegin og auk þess er lengd hússins á lóðarmörkum er orðin langt fram yfir þá 7,5 m sem deiliskipulag gerir ráð fyrir að sé hámarkslengd brunagafls bílageymslu. Byggingin nær að auki út fyrir byggingarreit á baklóð.
10. 1811323 - Smáraflöt 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir því að brunagafl á lóðarmörkum sé lengur úr 7,5 í 17,5. Samþykki eigenda Smáraflatar 2 liggur fyrir. Stækkun er öll innan byggingarreits. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til nánari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
11. 1902148 - Markarflöt 51, fyrirspurn um viðbyggingu
Lögð fram fyrirspurn um viðbyggingu sem nær út fyrir byggingarreit að norðanverðu að hljóðvegg meðfram Vífilsstaðavegi. Minnst yrði 1,5 m fjarlægð frá lóðarmörkum.
Svar: Með vísan til þess að byggingarreitir við Garðaflöt eru minnst í 5 m fjarlægð frá lóðarmörkum að Vífilsstaðavegi þá er nefndin jákvæð gagnavart viðbyggingum sem séu allt að 5 m frá lóðarmörkum. Umrædd tillaga sé því 3,5 nær en ásættanlegt sé. Núverandi byggingarreitir eru 9 m frá lóðarmörkum. Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
12. 1710301 - Haukanes 15-Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir því að byggingarreitur fyrir 1 hæðar viðbyggingu sem sé í sama gólfkóta og neðri hæð hússins vestan við húsið. Tillögu vísað til umsagnar deiliskipulagsráðgjafa.
13. 1804199 - Blikanes 14 - DSK breyting - stækkun á byggingarreit
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir 6,5 metra breiðum byggingarreit bílageymslu í með gólfkóta 35 cm lægri en kjallari hússins. Viðbygging samkvæmt tillögu nær 6,5 m út fyrir byggingarreit, er 3.15 m frá lóðarmörkum að húsi nr. 12. Fjarlægð bílageymslu frá lóðarmörkum að götu yrði 10,5 m.
Byggingarleyfisumsókn þar sem gert var ráð fyrir 5,3 m breiðri bílageymslu í 5,5 m fjarlægð frá lóðarmörkum var vísað til grenndarkynningar árið 2016 og voru engar athugasemdir gerðar við þá tillögu. Umsækjandi óskar nú eftir breiðari bílageymslu se. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Nú hefur deiliskipulag Arnarness endanlega tekið gildi. Í auglýsingu voru engar athugasemdir gerðar við fjarlægð byggingarreita frá lóðarmörkum að götu sem er 17 m við Blikanes að ofanverðu. Sama á við Mávanes að ofanverðu. Umsækjandi hefur bent á að vegna þessa skipulags eru byggingarreitir þessara lóða talsvert minni en annara húsa í Arnarnesi. Skipulagsnefnd vísar málinu til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviðs og deiliskipulagsráðgjafa.
14. 1902346 - Hnoðrah.og Vetrarm. dsk bre GKG-skáli.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts og Vetrarmýrar sem gerir ráð fyri stækkun byggingarreits fyrir golfskála GKG til vesturs. Breytingartillögu vísað til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).