Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
7. (847). fundur
02.05.2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigurður Guðmundsson aðalmaður. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður. Almar Guðmundsson aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Ingvar Arnarson aðalmaður. Valborg Ösp Á. Warén varamaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1904011F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/4 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., yfirlýsingu Sambands ísl. sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga, og 9. tl., samning við hestamannafélagið Sóta um byggingu reiðskemmu.

Gunnar Einarsson, ræddi 9. tl., samning við hestamannafélag Sóta um byggingu reiðskemmu.

Ingvar Arnarson, tók til máls og óskaði körfuknattleiksdeild Ungmennafélaginu Álftaness til hamingju með sæti í 1. deild. Þá ræddi Ingvar 6. tl. tilkynningu frá forsætisráðuneytinu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum aðila á vinnumarkaði og 9. tl. samning við hestamannafélagið Sóta um byggingu reiðskemmu.

Afgreiðsla mála.

 
1704011 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtstún.
 
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Holtstún á Álftanesi þar sem nú liggur fyrir að tillagan er ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
 
 
1802322 - Samningur við Hestamannafélagið Sóta um byggingu reiðskemmu.
 
Bæjarstjórn samþykkir samning við Hestamannafélagið Sóta um styrk til byggingar reiðskemmu á svæði félagsins.

Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.
 
2. 1904029F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/4 ´19.
Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., uppbyggingu í Vetrarmýri og 10. tl., bréf Brynju Hússjóðs ÖBÍ varðandi umsókn um stofnframlög.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun, 16. tl., bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um lýðskóla og spurði um stöðu erindis Tækniskólans um lóð í Garðabæ. Þá ræddi Sara Dögg 18. tl. svar við fyrirspurn um fréttastefnu og 19. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 19. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla.

Almar Guðmundsson, ræddi 10. tl., bréf Brynju Hússjóðs ÖBÍ varðandi umsókn um stofnframlög, 5. tl., úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 og 18. tl., svar við fyrirspurn um fréttastefnu.

Gunnar Einarsson, ræddi 5. tl., úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2019, 10. tl., bréf Brynju Hússjóðs ÖBÍ varðandi umsókn um stofnframlög og 16. tl., bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um lýðskóla og svaraði fyrirspurn.

Afgreiðsla mála.
 
1808089 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að veita Veitum ohf. og tækni- og umhverfissviði Garðabæjar framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lagna og yfirborðs gatna í Norðurtúni og Túngötu.
 
 
1903017 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá skipulagi vegna lóðarinnar við Urriðaholtsstræti 2.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þar sem vikið er óverulega frá bundinni byggingarlínu við byggingu verslunar- og þjónustuhúss að Urriðaholtsstræti 2. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin sem er 21 tl. er samþykkt samhljóða.
 
3. 1904036F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/4 ´19.
Ingvar Arnarson, ræddi 22. tl., bréf útgerðarfélagsins Álfs varðandi forkaupsrétt við sölu á fiskiskipi, 23. tl., úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli Sporthallarinnar gegn Garðabæ og Laugum, 31. tl., bréf Plokk á Íslandi varðandi stuðning við hreinsunarverkefni.

Almar Guðmundsson, ræddi 23. tl., úrskurð kærunefndar útboðsmála í máli Sporthallarinnar gegn Garðabæ og Laugum.

Sigurður Guðmundson ræddi 1. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við nýtt deiliskipulag norðurnesi, 2. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um tillögu varðandi breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda vegna byggðar á Lyngássvæði og 3. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögur að skipulagsáætlunum í tengslum við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 3. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögur að skipulagsáætlunum í tengslum við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi og 34. tl., svar við fyrirspurn um viðhald og viðbyggingu Sjálandsskóla.

Gunnar Einarsson, ræddi 3. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögur að skipulagsáætlunum í tengslum við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi 34. tl., svar við fyrirspurn um viðhald og viðbyggingu Sjálandsskóla.

Afgreiðsla mála.

 
1903374 - Afgreiðsla skipulagsnefndar um lýsingu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna breytinga á Norðurnesi Álftaness.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um gerð lýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir svæði á Norðurnesi Álftaness, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum ásamt því að kynna lýsinguna fyrir almenningi.
 
 
1710083 - Afgreiðslu skipulagsnefndar um tillögu varðandi breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda varðandi byggð á Lyngássvæði.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda er nær til svæðis sem afmarkast af Lyngási til norðurs, Ásabraut til vesturs og suðurs og Stórási til austurs
 
 
1902117 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Hafnarfjarðarveg.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Hafnarfjarðarveg samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu:
Að kveðið verði á um það í skilmálum að útfærð verði hraðatakmarkandi lausn til að draga úr hraða þeirra ökutækja sem beygja inn og út úr Lyngási.
Að hljóðvegg við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss að norðanverðu verði breytt á uppdrætti til að bæta sýn fyrir hjólreiðamenn.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1305618 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Vífilsstaðaveg og Bæjarbraut.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Vífilsstaðaveg og Bæjarbraut samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1711133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1711137 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1711136 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1711135 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (neðsta svæði -III).
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar - neðsta svæði. (svæði III) samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1711132 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varpandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hörgatúns 2.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Hörgatúns 2 samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1903082 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi kynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs sem gerir ráð fyrir nýjum stígum sunnan lóða við Hraunhóla verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á íbúafundi, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 
1809189 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi kynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns sem gerir m.a. gerir ráð fyrir nýrri lóð við Garðahraun 1, hækkun nýtingahlutfalls o.fl. verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á almennum fundi, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 
1804199 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu um grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Arnarness í tilefni umsóknar lóðareiganda að Blikanesi 14 um byggingu utan byggingarreits. 2, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
 
 
1808087 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir færslu Vetrarbrautar o.fl.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að veita framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir færslu Vetrarbrautar og landmótunar vegna fyrirhugaðrar byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri.
 
 
1904227 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu um genndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Akrahverfis í tilefni umsóknar lóðareiganda að Skeiðakri 7 um byggingu utan byggingarreits, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
 
 
1709349 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu um grenndarkynningu umsóknar um byggingarleyfi viðbyggingar við Reynilund 11.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að umsókn um byggingarleyfi við núverandi hús við Reynilund 11 verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 
1904258 - Bréf Útgerðarfélagsins Álfar varðandi forkaupsrétt við sölu á fiskiskipi, dags. 15.04.19.
 
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna sölu á mb. Álfi SH 414 sknr 2830
 
 
1812195 - Drög að þjónustusamningi Áss styrktarfélags og Garðabæjar um sértæka búsetuþjónustu við Unnargrund.
 
Bæjarstjórn samþykkir þjónustusamning við Ás styrktarfélag um sérstök búsetuúrræði.

Fundargerðin sem er 36 tl. er samþykkt samhljóða.
 
4. 1904014F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 10/4 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., tillögu um sundkort til ungmenna, 2. tl., nýtingu hvatapeninga 2018, 3. tl. tillögu um að gerð verði könnun meðal eldri borgara varðandi nýtingu á þeirri heilsurækt sem í boði er, 4. tl., forvarnamál og 5. tl. ársreikning 19. júní sjóðs.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 4. tl. forvarnamál.

Valborg Ösp Á Warén, ræddi 2. tl., nýtingu hvatapeninga 2018.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 1904006F - Fundargerð leikskólanefndar frá 11/4 ´19.
Valborg Ösp Á Warén, ræddi úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla.

Fundargerðin er lögð fram.
6. 1904025F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12/4 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., jazzhátíð Garðabæjar og þakkaði nefndinni fyrir frábæra tónlistarviðburði.

Fundargerðin er lögð fram.
7. 1904022F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 11/4 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
8. 1904024F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 26/4 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
9. 1904005F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 10/4 ´19.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016, 2. tl. stefnumótun um málefni barna, 4. tl., erindi um breytingu á tímasetningum varðandi skólabyrjun, 3. tl., tillögu um aukna upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins og 5. tl., kynningu á starfsemi Sjálandsskóla.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016, 2. tl. stefnumótun um málefni barna og 3. tl., tillögu um aukna upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins.

Gunnar Einarsson, ræddi 1. tl., skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls að nýju.

Fundargerðin er lögð fram.
10. 1903034F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 21/3 ´19.
Almar Guðmundsson, ræddi verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Gunnar Einarsson, ræddi verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Fundargerðin er lögð fram.
11. 1903058F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 10/4 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., tillögu um að efla vistvænar samgöngur og lýðheilsu starfsmanna Garðabæjar, 8. tl., tilraunaverkefnið með spillivagninn og 9. tl., samstarf Wapp og Garðabæjar um skráningu og birtingu gönguleiða.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 7. tl., hreinsunarátak 2019.

Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., tillögu um að efla vistvænar samgöngur og lýðheilsu starfsmanna Garðabæjar, 2. tl., umsóknir í framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og 8. tl., tilraunverkefnið með spillivagninn.

Fundargerðin er lögð fram.
12. 1901420 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 29/4 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
13. 1904165 - Fundargerð 18. eigendafundar Strætó bs. frá 8/4 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., nýtt greiðslukerfi Strætó.

Fundargerðin er lögð fram.

14. 1901407 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12/4 ´19.
Björg Fenger ræddi 1. tl., eflingu almenningssamgangna, 4. tl., akstursþjónustu fatlaðs fólks, 5. tl., grár dagur ? aukningu vistvænna samgangna og 6. tl., ársfund Strætó 2019.

Fundargerðin er lögð fram.
15. 1901375 - Fundargerð stjórnar SSH frá 8/4 ´19.
Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerðin er lögð fram.
16. 1902158 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 9/4 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
17. 1901198 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12/4 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., stöðu förgunarmála á höfuðborgarsvæðinu og 7. tl., aðalfund Metan ehf.

Fundargerðin er lögð fram.
18. 1811108 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27/3 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
19. 1904359 - Fyrirspurn um kostnað og áætlanir vegna framkvæmda við Bæjargarðinn.
Ingvar Arnarson, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

Fyrirspurn um kostnað og áætlanir vegna framkvæmda við Bæjargarðinn

? Hver er núverandi staða á heildarkostnaði framkvæmda við Bæjargarðinn?
? Óskað er eftir sundurliðun á kostnaði við Bæjargarðinn
? Hver er áætlaður heildarkostnaður við Bæjargarðinn við verklok?
? Óskað er eftir afriti af framkvæmdaáætlun Bæjargarðs

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
20. 1904357 - Tillaga um samning við Janus heilsueflingu.
Valborg Ösp Árnadóttir Warén kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn samþykkir að gerður verður samningur við Janus heilsueflingu og að verkefnið verði þannig hluti af heilsueflandi samfélagi.
Með Janus heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum kleift að auka lýðheilsu og efla vilja til að viðhalda heilbrigði."

Greinargerð:
Heilsurækt fyrir íbúa 65 ára og eldri þarf að vera aðgengileg og fjölbreytt enda er um að ræða hóp fólks með ólíkar þarfir og gera má ráð fyrir því að kröfur eldri borgara séu bæði margþættar og ólíkar. Samkvæmt Úttekt íþróttafulltrúa Garðabæjar á þátttöku 67 ára og eldri íbúa Garðabæjar í frístundastarfi eru um 500 eldri borgarar sem eru ekki skráðir i neina hreyfingu og því væri Janus heilsuefling mikilvæg viðbót við þá heilsurækt og þjónustu sem er nú þegar í boði fyrir þennan aldurshóp í Garðabæ.

Björg Fenger tók til máls um framlagða tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls um framlagða tillögu.

Valborg Ósk Á Warén, tók til máls að nýju.

Björg Fenger, tók til máls að nýju.

Ingvar Arnarson, tók til máls um framlagða tillögu.

Almar Guðmundsson, tók til máls um framlagða tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.

Gunnar Einarsson, tók til máls um framlagða tillögu og lagði til að vísa tillögunni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
21. 1904356 - Tillaga um umbætur í starfsumhverfi grunnskólakennara.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn samþykkir að fela fræðslusviði að fá kynningu á rafræna kerfinu www.learncove.io . Kerfið er sérstaklega hannað með þarfir kennara í huga þegar kemur að því að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda byggt á hæfni þeirra og námsgetu. Með innleiðingu slíks kerfis má einfalda utanumhald gagna, upplýsingagjöf og fá um leið góða yfirsýn yfir námsfravindu hvers nemanda. Enn fremur styður slíkt kerfi við hagræðingu í starfi kennara og ýtir undir bætt starfsumhverfi."

Greinargerð:
Með fjórðu iðnbyltingunni munum við sjá fram á miklar breytingar í flestum atvinnugreinum. Aftur á móti er kennarastarfið sú atvinnugrein sem spáð er um að taki hvað minnstum breytingum þegar litið er til umbreytingu starfa í kjölfar tækniþróunar.
Í nýútkominni skýrslu nefndar á vegum forsætisráðuneytisins, Ísland og fjórða iðnbyltingin er farið yfir mögulega þýðingu fjórðu iðnbyltingarinnar á öll störf m.a. kennarastarfið. Þar er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að skoða þá þætti þar sem tækni getur bætt starfsaðstöðu fólks til muna og aukið velferð á vinnustað. Slík markmið er nauðsynlegt að ræða þegar fjallað er um uppbrot á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga.
Tæknin mun hafa hagræðingaráhrif, breyta störfum, leggja einhver þeirra af og skapa ný. Til þess að kennarastarfið standist þá samkeppni sem verður um vel menntaða starfsmenn í heimi hinna öru tæknibreytinga verða vinnuveitendurnir þ.e. sveitarfélögin að taka þau skref sem hægt er að taka í þágu tækni og aukinnar velferðar á vinnustað. Einfaldara aðgengi að alls kyns þjónustu er liður í því sem og rafræn kerfi sem halda utan um viðamikið starf kennarans.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls um framlagða tillögu og lagði til að vísa tillögunni til nánari skoðunar fræðslu- og menningarsviðs.

Gunnar Einarsson, tók til máls um framlagða tillögu og lagði til eftirfarandi breytingartillögu.

Fyrsti og annar málsliður hljóði svo:

"Bæjarstjórn samþykkir að fela fræðslusviði að fá kynningu á rafrænum kerfum sem hönnuð er með þarfir kennara í huga þegar kemur að því að mæta fjölbreyttum óskum og þörfum nemenda byggt á hæfni þeirra og námsgetu."

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju og lýsti stuðningi við framkomna breytingartillögu.

Tillaga að breytingu við framlagða tillögu samþykkt samhljóða.

Tillagan með áorðni breytingu samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).