Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
7. fundur
02.05.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1710244 - Gálgahraun, deiliskipulag friðlands.
Lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi friðlandsins Gálgahrauns og fólkvangsins Garðahrauns neðra.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Kynna skal drögin á íbúafundi í Flataskóla þann 6.maí.
Tillögunni vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
2. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Kynna skal drögin á íbúafundi í Flataskóla þann 6.maí.
Tillögu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
3. 1903207 - Dalsbyggð 21 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram byggingarleyfisumsókn fyrir stækkun íbúðarhússins að Dalsbyggð 21. Deiliskipulag fyrir Dalsbyggð telst ekki í gildi þar sem það var samþykkt í bæjarstjórn áður en fyrsta aðalskipulag Garðabæjar tók gildi. Í þeim skilmálum sem stuðst var við þegar hverfið byggðist þá var ekki kveðið á um nýtingarhlutfall eða hámark byggðan flöt.
Húsið er í dag 282 m2 á tveimur hæðum. Mikill hæðarmunur er á lóð og er baklóð hærri en framlóð sem nemur einni hæð.
Tillagan gerir ráð fyrir 250 m2 stækkun, 107 m á hvorri hæð auk 35 m2 stækkunar garðhýsis. Eftir stækkun yrði húsið 532 m2 að flatarmáli.
Stærð lóðar er 951 m2.
Samkvæmt tillögu fer bygging út fyrir byggingarreit að ofanverðu um 3,5 m.
Nýtingarhlutfall fyrir stækkun er 0,3 en eftir stækkun 0,56. Byggður flötur á lóð fyrir stækkun er 15 % en eftir stækkun 28 %.
Í sambærilegum hverfum eins og Arnarnesi eða Flötum er hámarks nýtingarhlutfall 0,45 en hámarks byggðs flatar 30 % eða 35 %.
Skipulagsnefnd leggur til að lögð verði fram tillaga þar sem bygging er innan byggingarreits og heildar nýtingarhlutfall 0,45. Athuga þarf hvernig pallur á steyptum stoðveggjum reiknast til nýtingarhlutfalls.
4. 1706258 - Hraungata 8 áður 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn þar sem að gert er ráð fyrir lokuðu svalarými á svölum á efri hæð í suðausturhorni byggingar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugaemd við að við veitingu byggingarleyfis sé vikið frá kröfum 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar ef að eigandi Hraungötu 10 áður 12 hefur lýst því yfir að hann gerir ekki athugsemd við útfærsluna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).