Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
17. (1878). fundur
07.05.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir varamaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1810028 - Betri Garðabær - tillögur matshóps um verkefni á kjörseðli.
Á fund bæjarráðs mætti Sólveig Helga Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur á tækni- og umhverfissviði og gerði grein fyrir niðurstöður matshóps varðandi verkefni sem lagt er til að fari í rafræna íbúakosningu undir heitinu „Betri Garðabær“.

Alls bárust 304 hugmyndir í hugmyndasamkeppni og leggur matshópurinn til að 27 hugmyndir fari í kosningu.

Bæjarráð samþykkir tillögur matshópsins. Rafræn íbúakosning mun fara fram dagana 23. maí til 3. júní nk.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
2. 1901367 - Dýjagata 10 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ellum ehf., kt.461109-2170, leyfi til að byggja einbýlishús að Dýjagötu 10.
3. 1902006 - Hraunprýði 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Eyjólfi Valgarðssyni, kt. 280857-4169, leyfi til að loka opinni bílageymslu við raðhúsið að Hraunprýði 6.
4. 1902171 - Hraunprýði 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Elísabetu Halldórsdóttur, kt. 150765-4559, leyfi til að loka opinni bílageymslu við raðhúsið við Hraunprýði 8.
5. 1902172 - Hraunprýði 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Lindu Björk Stefánsdóttur, kt. 080566-5819, leyfi til að loka opinni bílageymslu við raðhúsið við Hraunprýði 10.
6. 1902173 - Hraunprýði 12 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurði Þorvaldssyni, kt. 271060-2549, leyfi til að loka opinni bílageymslu við raðhúsið að Hraunprýði 12.
7. 1710244 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Gálgahraun.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að tillaga að nýju deiliskipulagi Gálgahrauns verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á íbúafundi, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 1706258 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um lokun á svalarými við Hraungötu 8.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis vegna lokunar svalarýmis einbýlishússins að Hraungötu 8 en um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 1812022 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Garðahraun efra.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að tillaga að nýju deiliskipulagi Garðahrauns efra verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á íbúafundi, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 1704011 - Bréf Skipulagsstofnunar varðandi tillögu deiliskipulagi fyrir Holtstún á Álftanesi, dags. 17.04.19.
Lagt fram.
11. 1901022 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað að Blikastíg 18.
Bæjarráð getur ekki mælt með að umbeðið leyfi verði veitt þar sem um er að ræða staðsetningu á gistirými í íbúðarhverfi og fyrir liggur neikvæð afstaða nágranna vegna ónæðis og óþæginda frá starfseminni.
12. 1905026 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis veitinga í Jónshúsi.
Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
13. 1904327 - Bréf Samgöngustofu varðandi beiðni um umsögn vegna staðsetningu ökutækjaleigu (Miðhraun 22B), dags. 26.04.19.
Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
14. 1903272 - Opnun tilboða í framkvæmdir við endurbætur á Kirkjubóli.
Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdir við endurbætur Kirkjubóls.

Flotgólf ehf. 169.158.372
E. Sigurðsson ehf. 173.237.787

Kostnaðaráætlun 149.396.620


Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Flotgólfs ehf., með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
Opnun á tilboðum.pdf
15. 1905008 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál., dags. 30.04.19.
Lagt fram.
16. 1905010 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál., dags. 30.04.19.
Lagt fram.
17. 1901301 - Erindi UMF Stjörnunnar um endurnýjun samstarfssamnings.
Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Stjörnunnar um endurnýjun samstarfsamnings.

Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa Stjörnunnar á fund bæjarráðs til að kynna framgangs þróunarverkefnis sem styrkt var sérstaklega undanfarin tvö ár í þeim tilgangi að efla starfsemina og bjóða upp á aukna möguleika fyrir iðkendur og minnka líkur á brottfalli.
samstarfssamningur Garðabæjar og Stjörnunnar -AIÞ.pdf
18. 1903357 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi skoðun á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga, dags. 23.04.19.
Lagt fram.
Niðurstöður skoðunar á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga 2016.pdf
19. 1905011 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga, dags. 02.05.19.
Lögð fram.
Græn bók- LOKASKJAL.pdf
20. 1905013 - Sumarlaun tónlistarskóla Garðabæjar 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu Tónlistarskóla Garðabæjar um að eftirfarandi nemendur fái sumarlaun árið 2019.

Auður Indriðadóttir, kt. 270200-2750
Björgvin Brynjarsson, kt. 031095-2559
Sumarlaun tónlistarskóla Garðabæjar 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).