Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
11. fundur
10.05.2019 kl. 08:15 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorgerður Anna Arnardóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1901336 - Jazzhátíð Garðabæjar 2019
Farið var yfir hvernig til tókst með Jazzhátíð Garðabæjar sem var haldin dagana 25.-27. apríl sl. Þrennir kvöldtónleikar og einir síðdegistónleikar voru haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og auk þess voru tónleikar í félagsmiðstöðinni Jónshúsi í samstarfi við Félag eldri borgara í Garðabæ. Hátíðin var nú haldin í fjórtánda sinn og listrænn stjórnandi frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður.
Góð mæting var á alla tónleika hátíðarinnar. Nefndin lýsir yfir ánægju með dagskrá hátíðarinnar og þakkar þeim sem að henni komu.
2. 1905080 - Samstarf við Grósku
Formaður greindi frá fundi með fulltrúum úr stjórn myndlistarfélagsins Grósku. Gróska er nú á tíunda starfsári sínu og hyggst halda upp á afmælið með ýmsu móti. Nýverið hélt félagið vel heppnaða sumarsýningu í göngugötunni á Garðatorgi og undirbúningur er hafinn fyrir árlega Jónsmessugleði Grósku sem er haldin í samstarfi við Garðabæ.

Umræður voru um starfsemi Grósku. Einnig var rætt um starfsemi FabLab og möguleika á slíku.
3. 1901341 - Hvatningarsjóður ungra listamanna 2019
Umræðu haldið áfram frá síðasta fundi um umsóknir í Hvatningarsjóð ungra listamanna.
Samþykkt var að veita eftirtöldum aðilum styrk úr Hvatningarsjóði ungra listamanna 2019:
Einstaklingar:
Anna Katrín Hálfdanardóttir, styrk að upphæð 75 000 kr vegna tónlistarverkefnis.
Ásta Dóra Finnsdóttir, styrk að upphæð 75 000 kr vegna tónlistarverkefnis.
Benedikt Einarsson, styrk að upphæð 75 000 kr vegna tónlistarverkefnis.
Helga Sigríður E. Kolbeins, styrk að upphæð 75 000 kr vegna tónlistarverkefnis.
Hópar:
Askur Hrafn Hannesson, Birna Berg Bjarnadóttir, Hákon Hjartarson, Hrannar Máni Ólafsson, Birgir Bragi Gunnþórsson, styrk að upphæð 100 000 kr vegna tónlistarverkefnis.
Alexandra Rós Norðkvist, Salóme Sól Norðkvist, styrk að upphæð 100 000 kr vegna gjörningaverkefnis.
Jón Egill Hafsteinsson, Arngrímur Bragi, styrk að upphæð 100 000 kr vegna tónlistarverkefnis.
Skólahópar:
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar, eldri hópur, styrk að upphæð 200 000 kr vegna tónleikahalds.
Rytmísk skólahljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar, styrk að upphæð 150 000 kr vegna tónleikahalds.
Nemendur í lokaáfanga fata- og textílhönnunarbrautar FG, styrk að upphæð 50 000 kr vegna tískusýningar.
Nemendur í lokaáfanga myndlistardeildar FG, styrk að upphæð 120 000 kr vegna myndlistarsýningar.

Samtals er úthlutun úr hvatningarsjóði ungra listamanna 1 120 000 kr.

Viðurkenningar fyrir úthlutun úr Hvatningarsjóði ungra listamanna verða afhentar á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar 22. maí nk.

Hannes Ingi Geirsson vék af fundi undir þessum lið.
4. 1904166 - Bæjarlistamaður Garðabæjar 2019
Framhald umræðu frá síðasta fundi.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð Garðabæjar að einn listamaður verði útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar 2019. Nefndin leggur til að útnefningin á bæjarlistamanni Garðabæjar verði tilkynnt með formlegum hætti á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar 22. maí nk. og fer þess jafnframt á leit við þá sem að málinu koma að nafni viðkomandi listamanns verði haldið leyndu þangað til.

5. 1903332 - Menningaruppskeruhátíð 2019
Áframhaldandi umræða frá síðasta fundi um dagskrá menningaruppskeruhátíðar sem verður haldin í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 17:30-19.
Umræður voru um heiðursviðurkenningar fyrir framlag til menningar og lista og ákvörðun tekin þar um.
6. 1808275 - Sameiginlegur fundur menningar- og safnanefndar og stjórnar Hönnunarsafns Íslands
Föstudaginn 17. maí nk. verður haldinn sameiginlegur fundur menningar- og safnanefndar Garðabæjar og stjórnar Hönnunarsafns Íslands þar sem farið verður yfir sameiginlega fleti nefndanna og menningarstarf í bænum. Rætt var um drög að dagskrá fundarins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).