Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
18. (1879). fundur
14.05.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905085 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að lagningu Borgarlínu, dags. 07.05.19. (Framkvæmdastjóri SSH kynnir málið)
Á fund bæjarráð mættu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri og gerðu grein fyrir tillögu stjórnar SSH um að aðildarsveitarfélögin geri samning sín á milli um samstarf um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og gangi sameiginlega til samninga við Vegagerðina um undirbúning málsins.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúarnir Björg Fenger, Gunnar Valur Gíslason og Harpa Þorsteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Borgarlína-Samningur_Vegagerd.pdf
Samningur END.pdf
Minnisblað 6 maí 2019.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 1.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 5.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 3.pdf
Samningur SSH fylgiskjal 4.pdf
Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína).pdf
2. 1901301 - Erindi Stjörnunnar um endurnýjun samstarfssamnings. (Fulltrúar Stjörnunnar kynna málið)
Á fund bæjarráðs mættu Sigurður Bjarnason, formaður Stjörnunnar og Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri. Gerðu þau grein fyrir starfsemi félagsins, stefnumótun til lengri tíma og árangri af styrkveitingu til þróunarverkefnis. Þá gerðu þau grein fyrir reglum um úthlutun afreksstyrkja til deilda.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra.

Bæjarfulltrúarnir Björg Fenger og Harpa Þorsteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
3. 1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar nr. 2 og nr. 3.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri mætti á fund bæjarraðs og gerði grein fyrir viðauka nr. 2 og nr. 3.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 og nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

Viðauki 2
Breyting var gerð á rekstri vallarhúss á Álftanesi frá og með haustinu 2018. Húsið var áður nýtt sem tómstundaheimili fyrir nemendur Álftanesskóla, en er nú notað sem þjónustuhús við íþróttavellina á Álftanesi. Húsið hefur verið endurbætt og lagfært til að geta tekið við því hlutverki sem því var upphaflega ætlað. Rekstur hússins var vanmetin við fjárhagsáætlunargerð og er leiðréttur með viðauka.

Rafmagn kr. 1.045.000 06622-2511
Heitt vatn kr. 180.000 06622-2521
Kalt vatn kr. 50.000 06622-2523
Öryggisgæsla húsvarsla kr. 50.000 06622-4370
Fasteigna-bún.leiga eignasjóður kr. 5.875.000 06622-4411
Samtals kr. 7.200.000

Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á varasjóði um sömu upphæð
Varasjóður kr. 7.200.000 (lækkun) 31916-7179

Viðauki 2:
Fjárhagsáætlun ársins 2019 gerir ráð fyrir 1.445 millj. kr. lántöku. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 1.400 m.kr. lántöku á árinu auk þess sem samþykktur hefur verið viðauki 1 við fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 45 m.kr. viðbót vegna kaupa á landi á Álftanesi. Lagt er til að hækka lántöku ársins um 55 m.kr. vegna góðra lánskjara Lánasjóðs sveitarfélaga og mikilla framkvæmda á árinu. Lántaka verður þá samtals 1.500 mkr.

Lántaka kr. 55.000.000 fært á efnahag.
4. 1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 - lántaka.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 500.000.000, verðtryggt með 2,19% föstum vöxtum. Lánið er jafngreiðslulán til 15 ára.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
5. 1905109 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. (Korpulína)
Lögð fram.
6. 1904004 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. (Esjumelar)
Lögð fram.
7. 1805169 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. (Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð)
Lögð fram.
8. 1812022 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Garðahraun efra-fólkvangur.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi fyrir Garðahraun efra ? fólkvangur.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á þeirri tillögu sem kynnt var.

Að aðalstígur sem sýndur er hjá Hádegishóli verði breytt í stikaða leið.
Að tenging við Molduhraun á móts við Vesturhraun 5 verði felld út sem aðalstígur.
Að malarstígar á uppdrætti verði öllum breytt í stikaðar leiðir.
Að sett verði ákvæði um það í skilmálum að heimilt sé að gera lítilsháttar breytingar á stikuðum leiðum sem auðvelda fólki aðgengi, svo sem með því að fjarlægja steina eða leggja hraunhellur sem upp- og niðurstigi á stöku stað.
Að heimilt verði að útfæra stikaða leið á stöku stað sem malarslóða ef sýnt er fram á að umferð gangandi fólks sé að valda skemmdum á náttúrulegum gróðri.
9. 1806394 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi grenndarkynningu umsóknar um byggingarleyfi að Lambaga 5.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að umsókn um byggingarleyfi við núverandi hús við Lambhaga 5 verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 1903293 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi 3. áf. norðurhluta Urriðaholts varðandi lóðina við Urðargötu 1.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðarhafa að Urðargötu 1 um breytingu á ákvæðum deiliskipulags 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts er varðar þakhalla.
11. 1905084 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi erindi eiganda Grænagarðs á Garðaholti.
Lögð fram.
12. 1904058 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi erindi lóðarhafa að Hrauntungu við Álftanesveg.
Lögð fram.
13. 1810087 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn lóðarhafa að Hvannakri 7.
Lögð fram.
14. 1805161 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Haukanes 10.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness í tilefni umsóknar lóðarhafa að Haukanesi 10 um stækkun byggingarreits, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
15. 1902346 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 3. ml. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar vegna viðbyggingar við golfskála GKG verði send til meðferðar Skipulagsstofnunar enda voru ekki gerðar neinar athugasemdir við tillöguna í athugasemdafresti auglýsingar.
16. 1710090 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda er varðar svæði við Ægisgrund.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á þeirri tillögu sem kynnt var.

Að lóð fyrir einbýlishús við Þórsmörk verði felld út úr tillögunni.
Að kveðið verði á um skýra aðgreiningu á göngustíg og aðkomu að Þórsmörk frá Ægisgrund.
Að lögun og stærð nýrra íbúðarhúsalóða og byggingarreita við Ægisgrund verði sambærileg við núverandi lóðir. Gera skal ráð fyrir 3 bílastæðum á lóð.
Að gert verði ráð fyrir grænu svæði milli Njarðargrundar og nýrra húsa og sett kvöð um gróðurbelti.

Samhliða skal auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
17. 1809192 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á aðalskipulagi á svæði á Grundum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 36. gr. sömu laga tillögu að breytingu á aðalskipulagi garðabæjar 2016 - 2030 vegna svæðis á grundum.

Samhliða skal auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
18. 1809189 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að endurskoðun deiliskipulags fyrir Molduhraun.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa endurskoðað deiliskipulag fyrir Molduhraun samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
19. 1903082 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
20. 1905028 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um ársrit 2018, dags. 02.05.19
Lögð fram.
21. 1905060 - Bréf fjármála- og efnahagsráðuneytis um breytingu er varðar sveitarfélög samkvæmt lögum um opinber innkaup, dags. 03.05.19.
Lagt fram.
03.05.2019Bréf-Upplýsingapósturtilsveitar_undirritað.pdf
22. 1905087 - Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um starfsáætlun almannavarna, dags. 08.05.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða slökkviliðsstjóra á fund bæjarráðs til að kynna nánar starfsáætlun almannavarna.
Garðabær, kynning á starfsáætlun AHS og rýmingaráætlun hbsv.pdf
23. 1905088 - Tölvupóstur Svavars Daðasonar varðandi umferð hjólreiðamanna um Súlunes, dags. 01.05.19.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu skoðunar hjá til tækni- og umhverfissviði.
Tölvupóstur frá Svavari Daðasyni, dags. 01.05.2019..pdf
24. 1905089 - Bréf Klúbbsins Geysis um styrk, dags. 07.05.19.
Bæjarráð samþykkir að veita Klúbbnum Geysi styrk að fjárhæð kr. 100.000.

Styrkumsókn 2019.pdf
25. 1905110 - Bréf Garðasóknar varðandi minnismerki um Jón Vídalín, dags. 08.05.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
Vegna tímamóta er varða minningu Jóns Vídalíns.pdf
26. 1905112 - Bréf mennta- og menningarmálaráðherra varðandi stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030, dags. 02.05.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði.
Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030.pdf
Ithrottastefna2019-2030.pdf
27. 1905124 - Bréf Vegagerðarinnar varðandi umsókn um framlag til sjóvarna, dags. 06.05.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu hjá tækni- og umhverfissviði.

28. 1904166 - Afgreiðsla menningar- og safnanefndar varðandi tillögu að vali á bæjarlistamanni Garðabæjar 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um tilnefningu á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2019. Tilnefningin verður tilkynnt á menningaruppskeruhátíð miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 17:30 í Sveinatungu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).