Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
12. fundur
15.05.2019 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson varamaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905134 - Rafhjól til láns
Kristinn Jón Eysteinsson kynnti tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafreiðhjól í láni. Verkefnið er áhugavert og umhverfisnefnd felur umhverfis- og tæknisviði að skoða nánari útfærslu fyrir Garðabæ og kostnað.
2. 1810055 - Tillaga um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.
Karl Eðvaldsson og Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir frá ReSourse international kynntu stöðu verkefnisins og drög að lokaskýrslu.
3. 1710244 - Gálgahraun, deiliskipulag friðlands.
Dagný Bjarnadóttir skipulagshönnuður og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri kynntu tillögur að deiliskipulagi friðlandisins Gálgahrauns og Garðahrauns neðra. Tillögu hefur verið vísað af skipulagsnefnd til úrvinnslu hjá deiliskipulagsráðgjafa og tækni- og umhverfissvið. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að við vinnu að nánari úrvinnslu á tillögu, ábendingum og umsögnum hjá deiliskipulagsráðagjafa og umhverfis- og tæknisviði verði rask á hrauni ekki meira en nauðsynlegt er og stígagerð verði stillt í hóf.
Umhverfisnefnd óskar eftir að fá kynningu að lokinni úrvinnslu.
4. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Dagný Bjarnadóttir skipulagshönnuður og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri kynntu tillögur að deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að fólkvangurinn verði stækkaður út fyrir hraunjaðarinn í Bæjargarði og að friðlýsingarteyminu verði falið að útfæra það nánar í samstarfi við Umhverfisstofnun.
Umhverfisnefnd styður tillögur skipulagsnefndar að breytingum frá fundi skipulagsnefndar 10.05.2019 en í fundargerð Skipulagsnefndar segir:
Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á forkynntri tillögu:
-Aðalstígur sem sýndur er hjá Hádegishóli breytist í stikaða leið.
-Tenging við Molduhraun á móts við Vesturhraun 5 sem aðalstígur verði felld út.
-Malarstígar á uppdrætti breytast allir í stikaða leið.
-Sett verði ákvæði um það í skilmálum að heimilt sé að gera lítilsháttar breytingar á stikuðum leiðum sem auðvelda fólki aðgengi, svo sem með því að fjarlægja steina eða leggja hraunhellur sem upp-og niðurstig á stöku stað.
-Heimilt verði að útfæra stikaða leið á stöku stað sem malarslóða ef sýnt er fram á að umferð gangandi fólks sé að valda skemmdum á náttúrulegum gróðri.
5. 1802205 - Snjallvæðing Garðabæjar
Umhverfisnefnd styður það að skipaður verði starfshópur um snjallvæðingu Garðabæjar.
6. 1804300 - Álftanes sjóvarnir
Umhverfisnefnd samþykkir áform um sjóvörn við Bessastaði á Álftanesi.
7. 1903383 - Plastlaus september 2019
Mál þegar tekið fyrir og samþykkt að styrkja Plastlausan september með sama hætti og undanfarin ár.
8. 1904318 - Hreinsum Ísland
Garðabær styrkir nú þegar íbúasamtök og félagasamtök í gegnum hreinsunarátak sem haldið hefur verið undanfarin ár og þar er öllum Garðbæingum heimilt að sækja um styrk og fá úthlutað svæðum til hreinsunar.
9. 1811108 - Fundargerðir 2018 - 2022 - Reykjanesfólkvangur
Fundagerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27. mars 2019 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).