Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
5. fundur
03.07.2019 kl. 14:30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson . Anna María Guðmundsdóttir . Eysteinn Haraldsson .

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1906220 - Dýjagata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsstjóri gerir ekki athuagsem við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá ákvæði deiliskipulags hvað þetta atriði varðar sbr.3.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
2. 1906055 - Kinnargata 10-12 - Veggir - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Svar skipulagsstjóra við fyrirspurn er það sama og fram kemur í umsögn deiliskipulagshöfundar dags 28.júní 2019.
3. 1906043 - Víðilundur 1 -Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir byggingarleyfisumsóknar þar sem að allir þeir sem grenndarkynning náði til hafa staðfest með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði veitt.
Með vísan í 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010 gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
4. 1905257 - Dýjagata 8 - svalir -frávik deiliskipulag - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta sem vísað hefur verið til grenndarkynningar. Lagðir fram uppdrættir sem sýna umrædda breytingu og þar sem að þeir sem grenndarkynning nær til hafa lýst því yfir með að þeir geri ekki athugasemd við breytinguna. Í samræmi við 3.mgr.44.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 skoðast tillagan því samþykkt og skal senda Skipulagsstofnun breytinguna og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við í samræmi við 2.mgr.43.gr. sömu laga.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
5. 1905049 - Rjúpnahæð 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hæðahverfis (Bæjargils II.áfanga) sem vísað hefur verið til grenndarkynningar. Lagðir fram uppdrættir sem sýna umrædda breytingu og þar sem að þeir sem grenndarkynning nær til hafa lýst því yfir með að þeir geri ekki athugasemd við breytinguna. Í samræmi við 3.mgr.44.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 skoðast tillagan því samþykkt og skal senda Skipulagsstofnun breytinguna og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við í samræmi við 2.mgr.43.gr. sömu laga.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
6. 1903162 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024
Lagt fram erindi Kópavogs vegna verkefnislýsingar og álit aðalskiplagsráðgjafa sem fram kemur í tölvupósti dags 30.júní.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
7. 1906197 - Hegranes 26 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu á núverandi íbúðarhúsi sem gerir ráð fyrir lengingu nústandandi bifreiðargeymslu sem er að hluta utan byggingarreits í samræmi við veitt byggingarleyfi 4.ágúst 1965. Lengd bílageymslu í dag er 7,6 m en verður 11,73 m.
Fyrir liggur samþykki eiganda aðliggjandi lóðar Hegranes 24.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði heimilað að vikið verð frá kröfum 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 þar sem að um óverulegt frávik er að ræða.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).