Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
15. fundur
28.08.2019 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eva Ósk Ármannsdóttir skjalastjóri, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1810055 - Tillaga um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.
Áframhaldanandi kynning á stöðu verkefnisins. Stefnt á útgáfu stefnu á degi íslenskrar náttúru.
2. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri fór yfir athugasemdir sem hafa borist. Umhverfisnefnd telur mjög mikilvægt að Garðahraun efra haldist að mestu óraskað og njóti verndar. Umhverfisnefnd leggur til að stígurinn næst Hraunhólum verði felldur úr deiliskipulagstillögu og vísar þar í athugasemd og einnig stikaða leiðin við Hádegishól.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að við gerð stígs í gegnum hraunið verði umhverfisrask sem minnst og vandað til vals á ljósbúnaði. Samhliða verði farið í að friðlýsa allt hraunið út fyrir hraunjaðar.
3. 1903082 - Bæjargarður, stígakerfi, dsk breyting.
Umhverfisnefnd leggur til að stígurinn næst Hraunhólum, sbr. lið 2 verði felldur úr deiliskipulagstillögu.
4. 1907242 - Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar - Brennisteinsfjöll
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5. 1908055 - Umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.
Lagt fram.
6. 1907133 - Stefna um meðhöndlun úrgangs
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir.
7. 1906222 - Náttúruspjöll í Helgafelli
Umhverfisnefnd harmar eyðilegginguna og þakkar viðbragðsaðilum fyrir skjót og góðar úrbætur.
8. 1902349 - Grár dagur - Átaksverkefni fyrir bættum loftgæðum
Umhverfisnefnd er fylgjandi þessu verkefni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).