Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
32. (1893). fundur
27.08.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1812061 - Fundargátt nefndarmanna - breytt innskráning.
Á fund bæjarráðs mætti Telma Halldórsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Garðabæjar og gerði grein fyrir reglum um innskráningu í fundargátt og netföng bæjarfulltrúa og nefndarmanna þar sem gerðar eru ráðstafanir til að tryggja öryggi gagna og persónuupplýsinga um íbúa og starfsmenn Garðabæjar, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
2. 1906141 - Bakkaflöt 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Aðalbjörgu Björgvinsdóttur, kt. 300774-2969 leyfi til breytinga á einbýlishúsinu að Bakkaflöt 8.
3. 1906386 - Furuás 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Benedikt Gunnarssyni, kt. 040476-3699, leyfi til að byggja við núverandi hús að Furuási 3.
4. 1904344 - Smáraflöt 35 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guttormi Brynjólfssyni, kt. 050271-5449 leyfi til að byggja við núverandi hús að Smáraflöt 35.
5. 1907141 - Stekkjarflöt 14 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hauki Björnssyni, kt. 170276-5159, leyfi til að byggja við núverandi hús að Stekkjarflöt 14.
6. 1903017 - Urriðaholtsstræti 2 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Húsinu í hverfinu ehf., kt. 571218-0380, leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði að Urriðaholtsstræti 2-4.
7. 1908023 - Drög að samningi við Mótás Garðabæ ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar á Stórásreit.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 1712051 - Bréf Persónuverndar varðandi rafræna vöktun við Álftanesveg, dags. 13.08.19.
Í bréfinu kemur fram að Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við rafræna vöktun á Álftanesvegi enda er um að ræða vöktun í löggæslutilgangi.
Niðurstaða Persónuverndar, dags. 13.08.19..pdf
9. 1908245 - Bréf Sorpu bs. varðandi notkun á metani, dags. 19.08.19.
Í bréfinu er vakin athygli á möguleika sveitarfélaga til að nýta metan eldsneyti í eigin starfsemi.
Notkun á metani.pdf
10. 1908249 - Bréf Samtaka grænkera á Íslandi varðandi áskorun vegna hamfarahlýnunar, dags. 20.08.19.
Í bréfinu er skorað á sveitarfélög að bjóða upp á grænkerafæði í skólum bæjarins í þeim tilgangi að draga úr áhrifum vegna losunar kolefnis.

Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar grunnskólanefndar og leikskólanefndar.
askorun_SGI.pdf
11. 1906384 - Tilkynning frá Jafnréttisstofu um landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál í Sveinatungu 4. - 5. september 2019.
Lögð fram.
12. 1908298 - Bréf Gamalla Fóstbræðra um styrk, dags. 21.08.19.
Bæjarráð telur eigi unnt að vera við erindinu.
13. 1809166 - Bréf Tækniskólans um fyrirhugaða nýbyggingu, dags. 20.08.19.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn skólans varðandi möguleika á að fyrirhuguð nýbygging skólans verði staðsett í Garðabæ.
Garðabær bréf vegna lóðarmála TS 20 08 2019.pdf
14. 1908337 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga, dags. 13.08.19.
Lögð fram.
Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um stefnu í málefnum sveitarfélaga, dags. 13.08.2019.pdf
Tillaga til þingsályktunar(1).pdf
15. 1908338 - Bréf Jöfnunarsjóðs varðandi leigusamning, dags. 19.08.19.
Lagt fram.
Leigusamningur við Brynju hússjóð ÖBÍ 2019.pdf
16. 1410266 - Heimsókn í Urriðaholtsskóla.
Bæjarráð heimsótti Urriðaholtsskóla en nýlokið er framkvæmdum við innréttingar o.fl. í fyrsta áfanga skólabyggingarinnar. Þorgerður Anna Arnardóttir, skólastjóri og Una Guðrún Einarsdóttir, aðstoðarskólastjórí gerðu grein fyrir áherslu í skólastarfi Urriðaholtsskóli. Skólinn er nú að hefja sitt annað starfsár. Í skólanum eru 169 nemendur eða 115 leikskólabörn og 54 grunnskólabörn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).