Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
12. fundur
04.09.2019 kl. 16:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Guðrún Ásta Lúðvíksdóttir varamaður, Sófus Gústavsson varamaður, Valborg Ösp Á. Warén varamaður, Katrín Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Þorgerður Anna Arnardóttir fulltrúi skólastjóra, Bryndís Stefánsdóttir fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Katrín Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar.
Eiríkur Björn Björgvinsson kom á fundinn undir sjötta lið og sat til fundarloka.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1812061 - Fundargátt nefndarmanna - breytt innskráning - rafræn skilríki - netföng
Lagt fram til kynningar
2. 1908520 - Skólabyrjun og fjöldi nemenda 2019-2020
Farið yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig, sumaropnun tómstundaheimila og fleiri þætti er varða skólabyrjun.
3. 1905405 - Ytra mat - Sjálandsskóli
Lagt fram til kynningar
4. 1908518 - Menntadagur í Garðabæ 2019
Rætt um fyrirhugaðan Menntadag Garðabæjar sem verður þann 25.október. Þar verða m.a kynnt þau verkefni sem fengu styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar árið 2018.
5. 1906336 - Nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara
Lagt fram til kynningar.
6. 1908160 - Göngum í skólann 2019
Lagt fram til kynningar.
7. 1908202 - Skólaakstur í Garðabæ
Erindi frá íbúa tekið til umræðu. Fræðslu og menningarsviði falið að skoða málið frekar.
8. 1908249 - Áskorun vegna hamfarahlýnunar
Garðabær er með samning við Skólamat sem sér um hádegisverð í öllum grunnskólum Garðabæjar. Skólamatur býður nemendum alla daga upp á val milli hefðbundins aðalréttar og hliðarréttar sem er vegan réttur, meðlætisbar er sá sami með báðum réttum. Nýlega hefur verið innleitt í nokkra skóla í Garðabæ sjálfskömmtunarkerfi þar sem nemendur sjá sjálfir um að skammta sér matinn og með því hefur dregið verulega úr matarsóun. Stefnt er að því að bjóða upp á slíkt í öllum skólum bæjarins.
9. 1902349 - Grár dagur - Átaksverkefni fyrir bættum loftgæðum
Lagt fram til kynningar
10. 1905140 - Forvarnarvika í Garðabæ 2019
Sagt frá fyrirhugaðri forvarnarviku í Garðabæ 9. - 16. október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).