Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
12. (852). fundur
05.09.2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður. Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Gunnar Valur Gíslason aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Kjartan Örn Sigurðsson varamaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Ingvar Arnarson aðalmaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Björg Fenger, annar varaforseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 15. ágúst 2019 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1908016F - Fundargerð bæjarráðs frá 20/8 ´19.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin sem er 7 tl., er samþykkt samhljóða.
2. 1908022F - Fundargerð bæjarráðs frá 27/8 ´19.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin sem er 16 tl., er samþykkt samhljóða.

Kjartan Örn Sigurðsson, kom til fundarins kl. 17:05

Afgreiðsla mála.

 
1908023 - Drög að samningi við Mótás Garðabæ ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar á Stórásreit.
 
Bæjarstjórn samþykkir samning við Mótás Garðabæ ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar á Stórásreit.

 
3. 1908033F - Fundargerð bæjarráðs frá 3/9 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi að 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Jóna Sæmundsdóttir, kom til fundarins kl. 17:10 og tók við stjórn fundarins.

Gunnar Einarsson, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlunar Sorpu bs.

Björg Fenger, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar og fjármögnunaráætlunar Sorpu bs.

Kjartan Örn Sigurðsson, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar og fjármögnunaráætlunar Sorpu bs.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 16. tl., bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs.

Ingvar Arnarson, ræddi 12. tl., bréf íbúa við Strandveg varðandi fuglalíf við Arnarnesvog.

Gunnar Einarsson, ræddi 12. tl., bréf íbúa við Strandveg varðandi fuglalíf við Arnarnesvog.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 12. tl., bréf íbúa við Strandveg varðandi fuglalíf við Arnarnesvog.

Afgreiðsla mála.

 
1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar nr. 4 og 5.
 
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 4 og nr. 5 við fjárhagsáætlun 2019 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

Viðauki 4
Á árinu 2019 tóku til starfa öldungaráð og samráðshópur um málefni fatlaðs fólks. Tryggja þarf fjárheimildir vegna nefndarlauna.
Öldungaráð 800.000
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks 800.000

Hrafnista hefur lagt fram ársreikning fyrir árið 2018 vegna reksturs hjúkrunarheimilis.
Greiðsla til Hrafnistu samkvæmt samningi 24.000.000

Gerðar hafa verið breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem kalla á hækkun fjárheimilda.
Fjárhagsaðstoð 9.000.000

Aukinn fjöldi einstaklinga nýtur félagslegrar heimaþjónustu sem kalla á hækkun fjárheimilda.
Félagsleg heimaþjónusta 30.000.000

Aukinn fjöldi umsókna um húsaleigubætur kallar á hækkun fjárheimilda.
Húsaleigubætur 5.000.000

Aukin þjónusta við skammtímavistun og dagþjónustu fatlaðs fólks kallar á hækkun fjárheimilda.
Skammtímavistun 20.000.000

Samþykktur hefur verið samningur við Ás styrktarfélag um rekstur á búsetukjarna við Unnargrund.
Ás styrktarfélag - samningsgreiðsla 32.000.000

Samtals kostnaðarauki 121.600.000

Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á varasjóði um sömu upphæð.
Varasjóður 121.600.000

Viðauki nr. 5.
Breyting á fjárfestingaáætlun fjárhagsáætlunar 2019.

Urriðaholtsskóli - verksamningur 450.000.000
Kirkjuból, leikskóli - verksamningur 90.000.000
Gatnagerð Urriðaholti - verksamningur 200.000.000
Útilífsmiðstöð - skátar -50.000.000 færist af eignfærslu á rekstur
Íþróttamannvirki GKG -80.000.000 færist af eignfærslu á rekstur
Hestamannafélagið Sóti -10.000.000 færist af eignfærslu á rekstur
Samtals 600.000.000

Kostnaðarauka skal mætt með lántöku að fjárhæð kr. 600.000.000.

 
 
1809189 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi endurskoðun deiliskipulags Molduhrauns.
 
Bæjarstjórn samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um endurskoðun á deiliskipulagi Molduhrauns. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 1. mgr. 41. gr. og bárust engar athugasemdir.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið með eftirfarandi breytingu við auglýsta tillögu.
Svæði deiliskipulagsins norðan lóðanna við Vesturhraun 1, 3 og 5 minnkar sem nemur breidd aðalstígs sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
 
 
1903082 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.
 
Bæjarstjórn samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 1. mgr. 41. gr. Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu:
Stígur, skilgreindur sem "aðrir stígar" sem tillaga gerir ráð fyrir vestur frá aðalstíg í hrauninu að fyrirhugaðri stofnbraut (framlengingu Álftanesvegar) fyrir norðan Hádegishól verði felldur út.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1812022 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Garðahraun efra-Fólkvangur.
 
Bæjarstjórn samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um deiliskipulag fyrir fólkvanginn Garðahraun efra. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 1. mgr. 41. gr. Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu:
Stikuð leið sem liggur til vesturs frá aðalstíg í miðjum fólkvangi sunnan við Hádegishól verði felld út.
Gert verði ráð fyrir aðalstíg sem liggur með deiliskipulagsmörkum Molduhrauns frá fyrirhuguðum aðalstíg meðfram fyrirhugaðri stofnbraut (framlenging Álftanesvegar) að tengingu við aðalstíg í miðjum fólkvangi til móts við lóðina Vesturhraun 5. Deiliskipulagssvæði fólkvangsins stækki sem nemur breidd stígsins á kostnað deiliskipulagssvæðis Molduhrauns.
Tenging frá aðalstíg í miðjum fólkvangi að Molduhrauni til móts við Vesturhraun 5 breytist úr stikaðri leið.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1706139 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Haukanes 24.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis einbýlishúss að Haukanesi 24 þó að byggingarmagn sé umfram hámarks nýtingarhlutfall þar sem um er að ræða 150 fm gluggalaust rými neðanjarðar. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 
1908494 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Heiðarlundi 15.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við núverandi hús að Heiðarlundi 15 verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en staðfesting á samþykktu deiliskipulagi liggur ekki fyrir.

Fundargerðin sem er 16 tl., er samþykkt samhljóða.
 
4. 1908018F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 22/8 ´19.
Björg Fenger, ræddi 17. tl., forvarnarviku í Garðabæ 2019, og 20. tl., endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar. Björg vék að landsfundi jafnréttismála sveitarfélaga sem fram fór hér í Sveinatungu í gær og dag. Björg lýsti sérstakri ánægju með skipulag og umræður á fundinum.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, vék að landsfundi jafnfréttismála sveitarfélaga og sagði að athyglisvert hafi verið að hlýða á erindi um jafnrétti í íþróttastarfi í Garðabæ.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 17. tl., forvarnarviku í Garðabæ 2019.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 17. tl., forvarnarviku í Garðabæ 2019.

Ingvar Arnarson, ræddi 17. tl., forvarnarviku í Garðabæ 2019 og 18. tl., Bocciakeppni á landsmót UMFÍ.

Gunnar Einarsson, ræddi 17. tl., forvarnarviku í Garðabæ 2019 og landsfund jafnréttismála sveitarfélaga. Gunnar hrósaði fundarstjórum og vék að kynningum á vegum aðila úr stjórnkerfi bæjarins sem hann kvað hafa verið til fyrirmyndar.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 1908027F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 30/8 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
6. 1908015F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 28/8 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., tillögu um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar. Jóna fjallaði um hjólaráðstefnu sem haldin verður í Garðabæ 20. september og sagði frá lýðheilsugöngum sem verða á hverjum miðvikudegi í september.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 1. tl., tillögu um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og 2. tl., tillögu að deiliskipulagi fyrir fólkvanginn Garðahraun efra.

Fundargerðin er lögð fram.
7. 1901420 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 26/8 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
8. 1901407 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16/8 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., árshlutauppgjör janúar - júní, 5 tl., leiðarljós leiðanetsbreytinga, 6. tl., orkuskipti og 8. tl., fundi með ráðherrum.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 3. tl., greiðslukerfi ? útboð, 6. tl. orkuskipti og 8. tl., fundi með ráðherrum.

Kjartan Örn Sigurðson, ræddi 6. tl., orkuskipti.

Björg Fenger, ræddi 6. tl., orkuskipti.

Fundargerðin er lögð fram.
9. 1901198 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 16/8 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., árshlutauppgjör janúar - júní og 5. tl., metannotkun sveitarfélaganna.

Fundargerðin er lögð fram.
10. 1901316 - Fundargerð stjórnar SHS frá 16/8 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
11. 1901375 - Fundargerð stjórnar SSH frá 19/8 ´19.
Gunnar Einarsson, ræddi 7. tl., ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og 3. tl., samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu - aðgerðir og verkefni framundan.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 13. tl., fundargerð SSH um velferðamál.

Gunnar Einarsson, ræddi 13. tl., fundargerð SSH um velferðamál.

Kjartan Örn Sigurðsson, ræddi 5. tl., málefni skíðasvæðanna.

Gunnar Einarsson, ræddi 5. tl., málefni skíðasvæðanna.

Kjartan Örn Sigurðsson, ræddi 5. tl., málefni skíðasvæðanna.

Gunnar Einarsson, ræddi 5. tl., málefni skíðasvæðanna.

Fundargerðin er lögð fram.
12. 1909058 - Tillaga Garðabæjarlistans um bættar samgöngur í Urriðaholti.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn samþykkir að fara í aðgerðir til að bæta samgöngur í Urriðaholti þannig að almenningssamgöngur séu greiðar í og um hverfið sem og til og frá Urriðaholtsskóla."

Greinargerð
Urriðaholt er nýtt og vaxandi hverfi þar sem nú þegar er risinn skóli og starfsemi hans komin á fullt og því börn og ungmenni stór hluti íbúa hverfisins. Mikilvægt er að lögð sé rík áhersla á góðar almenningssamgöngur um hverfið þar sem fjarlægð í mikilvæga nærþjónustu er ekki í svokölluðu göngufæri. Börn og ungmenni þurfa að komast auðveldlega leiða sinna í og úr tómstundum og íþróttum sem enn sem komið er er sótt utan hverfis og yfir miklar umferðagötur.
Við í Garðabæjarlistanum teljum mjög brýnt að hraða málum og tryggja almenningssamgöngurnar. Ekki síður til að tryggja að Urriðaholtsskóli sem er framsækinn, faglegur og spennandi valkostur fyrir starfsfólk geti tryggt sér það fagfólk sem sýnir starfsumhverfinu áhuga en kýs að nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu.

Björg Fenger, ræddi framkomna tillögu sagði frá vinnuferli við gerð breytinga á leiðakerfi Strætó.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi framkomna tillögu.

Gunnar Einarsson, ræddi framkomna tillögu og lagði til að henni verði vísað til skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar
13. 1909059 - Tillaga Garðabæjarlistans um beinar útsendingar frá bæjarstjórnarfundum.
Ingvar Arnarson, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn samþykkir að hefja beinar útsendingar frá bæjarstjórnarfundum á heimasíðu Garðabæjar og að upptökur frá fundum verði aðgengilegar eftir að þeim lýkur."

Greinargerð
Með því að senda beint út frá fundum bæjarstjórnar styðjum við enn frekar við það lýðræði og gagnsæi sem mikilvægt er að temja sér og vaxandi kröfur eru um í nútíma samfélagi. Þannig gerum við stjórnsýsluhætti Garðabæjar betri ásamt því að tryggja að stjórnsýslan sé opin og fagleg. Einnig er aðgerð sem þessi líkleg til að auka áhuga íbúa á málefnum sveitarfélagsins.

Gunnar Einarsson, ræddi framkomna tillögu og lagði til að henni verði vísað skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi framkomna tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
14. 1909060 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um að lögð verði fram kostnaðargreining á þjónustu hjá leikskólum Garðabæjar.
Harpa Þorsteinsdóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

"Á fundi leikskólanefndar í janúar á þessu ári lögðu fulltrúar Garðabæjarlistans fram bókun og fyrirspurn þar sem spurt var hvort hægt væri að fá lagða fram kostnaðargreiningu á þjónustu hjá leikskólum Garðabæjar en meirihluti hefur talað fyrir því að há leikskólagjöld stafi af betri þjónustustigi en hjá nágrannasveitarfélögum og er þá vísað í sumaropnum, inntöku ungra barna og menntaðs starfsfólks.
Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað í leikskólanefnd því legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hefur kostnaðargreining á rekstri leikskólanna farið fram og ef svo er þá óskum við eftir því að hún verði yfirfarin í leikskólanefnd með það að leiðarljósi að auka gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð í undanfara fjárhagsáætlunar.
Ef ekki hvers vegna ekki?"

Gunnar Einarsson, tók til máls um framkomna fyrirspurn.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls um framkomna fyrirspurn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls um framkomna fyrirspurn.
15. 1806461 - Lántaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.
Gunnar Einarsson, gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 600.000.000.

,,Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 210.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar) standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu grunnskóla í Urriðaholti og viðbyggingu við grunnskóla á Álftanesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra, kt. 250555-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 210.000.000, tvöhundruðogtíumilljónirkróna.

,,Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 390.000.000 með lokagjalddaga þann 5. maí 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar) standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu grunnskóla í Urriðaholti og viðbyggingu við grunnskóla á Álftanesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra, kt. 250555-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 390.000.000, þrjúhundruðognítíumilljónirkróna.

16. 1904184 - Gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar fyrir nemendur í 5.-10. bekk.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar og kom með ábendingu um að leiðrétta þyrfti fjölda eininga sem teljast fullt nám í framhaldsskóla.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar fyrir nemendur í 5. 10. bekk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).