Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
16. fundur
11.09.2019 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1810055 - Tillaga um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.
Umhverfisnefnd samþykkir stefnuna og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.
Unnið verður áfram að gerð veggspjalds.
2. 1906091 - Mengunarmælingar 2019
Lagt fram.
3. 1906312 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Lagt fram.
4. 1906351 - Mávar
Umhverfisnefnd leggur til að næsta vor verði farið í aðgerðir til að stemma stigum við fjölgun máva.
Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun Íslands um aðgerðir.
5. 1812061 - Fundargátt nefndarmanna - breytt innskráning - rafræn skilríki - netföng
Kynning á breyttu fyrirkomulagi.
6. 1703354 - Hjóla og gönguteljari
Greint var frá fjölda gangandi og hjólandi bæði í kringum Vífilsstaðarvatn og Búrfellsgjá.
Vífilsstaðarvatn:
Fjöldi á tímabilinu 1. mars - 10. september um 50 þúsund einstaklingar
Hámarksfjöldi var 701 einstaklingur þann 22. apríl.
Búrfellsgjá:
Fjöldi á tímabilinu 1. mars - 10. september = um 20 þúsund einstaklingar
Hámarksfjöldi var 466 einstaklingur þann 26. maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).