Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
34. (1895). fundur
10.09.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1909043 - Bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun, dags. 02.09.19.
Á fund bæjarráðs mættu Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu bs. og Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri. Gerðu þeir grein fyrir erindi stjórnar byggðasamlagsins varðandi breytingar á fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun og samþykkt stjórnarinnar um lántöku að fjárhæð kr. 990.000.000 hjá Lánsjóði sveitarfélaga vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar og kaupa á tækjabúnaði.


Í bréfinu er farið fram á formlega afgreiðslu á einfaldri ábyrgð Garðabæjar vegna samþykktar stjórnar Sorpu bs. á lántöku.

Bæjarráð vísar erindi um einfalda ábyrgð vegna lántöku til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúarnir Harpa Þorsteinsdóttir og Björg Fenger sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Gardabaer_lan.pdf
2. 1801229 - Garðprýði 7 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Garðprýði ehf., kt. 511115-0780, leyfi til breyta þaki o.fl. á einbýlishúsi í byggingu að Garðprýði 7.
3. 1909047 - Kinnargata 28 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Baugási ehf., kt. 581104-2510 leyfi til að byggja raðhús að Kinnargötu 28.
4. 1909046 - Kinnargata 30 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Baugási ehf., kt. 581104-2510 leyfi til að byggja raðhús að Kinnargötu 30.

5. 1909045 - Kinnargata 32 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Baugási ehf., kt. 581104-2510 leyfi til að byggja raðhús að Kinnargötu 32.
6. 1909044 - Kinnargata 34 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Baugási ehf., kt. 581104-2510 leyfi til að byggja raðhús að Kinnargötu 34.
7. 1906220 - Dýjagata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Árna Heimi Ingimundarsyni, kt. 211281-3329, leyfi til að breyta burðarvirki í einbýlishúsi í byggingu að Dýjagötu 5.
8. 1909066 - Bréf Reykjavíkurborgar varðandi auglýsingu á tillögu að breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 og aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, dags. 28.08.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Iðnaðarsvæði í Álfsnesvík. Tillögur að breytingum..pdf
9. 1805169 - Tilkynning frá Reykjavíkurborg varðandi kynningu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Sjómannaskólareits og Veðurstofuhæðar, dags. 30.08.19.
Bæjarráð vísar tilkynningunni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
ar2030-sjomanna-vedur-auglysing-juni2019-uppf22agust2019.pdf
FW: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð.pdf
10. 1909078 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi minningardag um fórnarlömb umferðarslysa, dags. 27.08.19.
Lagt fram.
r10runar_2.9.2019_09-32-05.pdf
11. 1909088 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýunar á rekstrarleyfi fyrir gististað að Eyvindarholti.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
12. 1909108 - Bréf Lögmanna á Suðurlandi varðandi sölu á landspildum úr landi Búðarflatar, dags. 05.09.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).