|
| Almenn erindi |
| 1. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi |
Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi hjá Landslagi ehf gerði grein fyrir mótun tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis. Vísað í úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og umhverfissviði. |
|
|
|
| 2. 1903374 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes |
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Norðurness á Álftanesi. Tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Norðurness. Helstu breytingar sem tillagan gerir ráð fyrir eru eftirfarandi: - Íþróttasvæði 1.07 Íþ(golfvöllur) stækkar, breytir um lögun og við það bætast nýir reitir austan Eyvindarholts og austan Kasthúsatjarnar. - Íþróttasvæði 1.02 Íþ (hesthúsabyggð) á Eyri er fellt út. - Íbúðarbyggð 1.05, 1.06 Íb og 1.10 Íb stækka og breyta lögun. - Íbúðarbyggð bætist við vestan Blikastígs, 1.36 Íb - Íbúðarbyggð verður felld út umhverfis Eyvindarholt og Breiðabólstaði og Grund. - Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis Breiðabólstaði og Grund. - Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis fyrrverandi útihús austan Breiðabólstaðatjarnar. - Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis Eyvindarholt. - Hverfisvernd við Bessastaðatjörn breytir um lögun, minnkar norðan við tjörnina en stækkar á Eyri. - Hverfisvernd við Kasthúsatjörn stækkar. - Svæði fyrir iðnað 1.41 I verður staðsett norðan hafnarsvæðis vegna fyrirhugaðrar dælustöðvar fráveitu. - Umfjöllun í kafla 3.3.3 í greinargerð aðalskipulagsins um skilgreind byggingarsvæði og íbúðafjölda breytist og gerir ráð fyrir hámarksfjölda íbúða á Álftanesi allt að 1.400 í stað 1.100.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Halda skal almennan kynningarfund í Álftanesskóla á meðan á forkynningu stendur. Tillögu skal forkynna samhliða tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi, sem nær til sama svæðis. Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
| 3. 1803108 - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi. Tillagan nær til Breiðabólstaðasvæðis, Eyrar, Kasthúsatjarnar og svæðisins umhverfis Eyvindarholt, Stekk, Asparvík og Tjörn, allt að landamörkum við Bessastaði og Akurgerði. Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni sem er unnin af Landslagi ehf og Arkís ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi: -Íbúðarbyggð verður á Breiðabólstaðasvæði sem gerir alls ráð fyrir 157 íbúðareiningum í sérbýli. (57 einbýlishúseiningar, 68 raðhúseiningar og 32 parhúseiningar). Á Norðurnesi eru alls 38 einbýlishús fyrir og verður samanlagður fjöldi því 195 húseiningar. Ný einbýlishús eru ein og hálf hæð, parhús ein hæð með risi og raðhús tvær hæðir. -Golfvöllur verður norðan og vestan Bessastaðatjarnar og vestan Jörfavegar. Gert verður ráð fyrir 9 holu velli og æfingasvæði ásamt golfskála norðaustan við Eyvindarholt. -Lóðir fyrir einbýlishús bætast við hjá Asparvík og Tjörn. -Lóð fyrir áhaldahús verður skilgreind þar sem áhaldahús er fyrir. -Gert er ráð fyrir landfyllingum og sjóvörnum norðan Blikastígs til að verja núverandi byggð fyrir ágangi sjávar og auka rými vegna útivistarstíga og reiðstíga sem gert er ráð fyrir að verði á milli íbúðarhúsabyggðar og sjóvarnargarðs. -Gert er ráð fyrir stígakerfi með stofnstígum, útivistarstígum og reiðstígum. -Gert er ráð fyrir manngerðum hólmum í Bessastaðatjörn undan tjarnarbakka að norðanverðu. -Gert er ráð fyrir leiksvæðum inni í byggð eða við jaðar hennar.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Halda skal almennan kynningarfund í Álftanesskóla á meðan á forkynningu stendur. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, sem nær til sama svæðis.
Við gildistöku deiliskipulagsins mun gildandi deiliskipulag umhverfis Kasthúsatjörn og Bessastaðatjörn frá árinu 1998 verða fellt úr gildi.
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið. |
|
|
|
| 4. 2410080 - Hnoðraholt - Háholt - Aðalskipulagsbreyting |
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til háholts Hnoðraholts að lokinni auglýsingu. Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa. |
|
|
|
| 5. 2409103 - Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts ásamt athugasemdum og umsögnum sem bárust á auglýsingartíma. Vísað til úrvinnslu hjá deiliskipulagsráðgjafa og umhverfissviði. |
|
|
|
| 6. 2509095 - Hnoðraholt N - Dsk.br. leikskóla- og þjónustulóð |
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður að lokinni auglýsingu. Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa. |
|
|
|
| 7. 2506190 - Kjarrprýði 1 - Fyrirspurn til umhverfissviðs |
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á einbýlishúsi að Kjarrprýði 1. Skipulagsnefnd vísar fyrirspurn til umsagnar hjá deiliskipulagshöfundi. |
|
|
|
| 8. 2512028 - Haukanes 16 - Umsókn um byggingarleyfi |
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar á einbýlishúsinu að Haukanesi 16. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er í samræmi við framlagða uppdrætti. |
|
|
|
| 9. 2502084 - Gilsbúð 9 (Sómi) stækkun byggingareits - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs |
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags að lokinni grenndarkynningu ásamt athugasemd sem borist hefur. Tillögu og athugasemd vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði. Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið. |
|
|
|
| 10. 2510325 - Stekkholt 8 - Deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til lóðarinnar Stekkholt 8. Engar athugasemdir bárust. Tillagan er því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Hnoðraholts norður. |
|
|
|
| 11. 2512147 - Vífilsstaðir, deiliskipulag, 1.áfangi |
Formaður skipulagsnefndar gerði grein fyrir samkomulagi Garðabæjar og Ríkissjóðs Íslands um framtíðarþróun eigna og lóða á Vífilsstöðum. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Vífilsstaðasvæði en rammahluti aðalskipulags fyrir Vífilsstaðaland nær til svæðisins. Þar skiptist svæðið upp í 4 landnotkunarreiti sem gera ráð fyrir samfélagsþjónustu, opnum svæðum og íbúðabyggð. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að undirbúa mótun deiliskipulags 1.áfanga Vífilsstaðasvæðis sem nái til fjóssins, búshússins og nánasta umhverfis. Skoða þarf um leið Vífilsstaðasvæðið í heild sinni og tengsl við aðliggjandi svæði. |
|
|
|
| 12. 2511217 - Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi - Umsagnarbeiðni |
| Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur engar ábendingar fram að færa við forkynnta tillögu. |
|
|
|
| 13. 2511218 - Ask Rvk 2040 - Hallar og nágrenni - Umsagnabeiðni |
| Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur engar ábendingar fram að færa við lýsingu fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar. |
|
|
|