Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
24. (2077). fundur
20.06.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2306292 - Skólastarf grunnskóla Garðabæjar - kynning grunnskólafulltrúa.
Á fund bæjarráðs kom Edda Björg Sigurðardóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi og gerði grein fyrir skólastarfi grunnskóla Garðabæjar og Tónlistarskóla Garðabæjar. Farið var yfir fjölda nemenda í skólunum sagt frá starfi í einstaka skólum. Upplýst var um samstarf grunnskólanna, tónlistarskólans og Hönnunarsafnsins varðandi menningartengda viðburði. Edda Björg sagði frá starfi samstarfshóps á vegum SSH um skólamál og verkefnum sem samstarfshópurinn hefur komið að. Fram kom að á vegum skólaskrifstofu hefur verið boðið upp á sameiginlega fræðslu fyrir starfsmenn skólanna og þá eru verkefni sem hlotið hafa styrk úr þróunarsjóði kynnt á sameiginlegum Menntadegi.
2. 2212136 - Framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæði.
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir stöðu framkvæmda við endurbætur og viðhald í húnsæði Hofsstaðaskóla, Garðaskóla, Flataskóla og Álftanesskóla. Gerð var grein fyrir framgangi verkefnisins og farið nánar yfir framkvæmdir í einstaka skólum sem eru fyrirhugaðar í sumar. Áhersla er lögð á að öllum megin framkvæmdum verði lokið fyrir skólabyrjun þannig að ekki verði röskun á skólastarfi í haust.

Edda Björg Sigurðardóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
3. 2305246 - Bæjarból Leikskóli v/Bæjarbr - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita umhverfissviði leyfi til að reisa viðbyggingu við leikskólann Bæjarból við Bæjarbraut.
4. 2305257 - Vetrarbraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vetrarmýrinni ehf., kt. 550121-1580, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 72 íbúðum að Vetrarbraut 2-4.
5. 2305337 - Víðiholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Lækjarkór ehf., kt. 690518-1470, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 25 íbúðum að Víðiholti 1.

6. 2306192 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að frumgreiningu á legu græna stígsins, dags 10.06.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.
7. 2306214 - Bréf Samtaka aldraðra varðandi kynningu á verkefnum þess, dags. 08.06.23.
Lagt fram bréf Samtaka aldraðra þar sem starfsemi félagsins er kynnt en tilgangur og markmið félagsins er að reisa með sem hagkvæmustu kjörum íbúðir fyrir félagsmenn sína til eigin afnota.
8. 2209604 - Tilkynning frá Jöfnunarsjóði varðandi framlög til stuðnings tónlistarnáms, dags. 16.06.23.
Í fylgigögnum með tilkynningunni kemur fram að framlag til Garðabæjar nemur kr. 35.148.168 skólaárið 2023-2024.
9. 2209603 - Tilkynning frá Jöfnunarsjóði varðandi enduráætlun á framlögum til málaflokks fatlaðs fólks, dags. 16.06.23.
Í fylgigögnum er lögð fram áætlun nr. 3 þar sem fram kemur að framlag til Garðabæjar árið 2023 nemur kr. 1.087 þkr.
10. 2306193 - Tilkynning frá Mosfellsbæ varðandi heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040, dags. 13.06.23.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
11. 2306048 - Tilkynning frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á útgáfu byggingarleyfis vegna viðbyggingar að Bakkaflöt 5, dags. 05.06.23.
Í kærunni var gerð krafa um stöðvun framkvæmda og hefur af hálfu bæjarins verið brugðist við þeim þætti málsins. Ívari Pálssyni, lögmanni hefur verið falið að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
12. 2205413 - Launa- og starfsmannamál.
Samkvæmt ráðningarsamningi bæjarstjóra á fjárhæð launa að taka breytingum 1. júní ár hvert í samræmi við breytingar á launavísitölu sem útgefin er af Hagstofu Íslands og skal miða við grunnvísitölu júnímánaðar 2022.

Lagt fram samkomulag við bæjarstjóra sem felur í sér að laun bæjarstjóra hækka um 2,5% þann 1. júní 2023 í stað hækkunar samkvæmt ráðningarsamningi, dags. 7. júní 2022.

Bæjarráð samþykkir samkomulag við bæjarstjóra um breytingu á launakjörum samkvæmt ráðningarsamningi, dags. 7. júní 2022.

Bæjarstjóri og starfsmenn aðrir en bæjarritari viku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).