Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
39. (2187). fundur
28.10.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2507256 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026 (2026 - 2029)
Á fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir drögum að áætlunum málasviða, að undanskildum fræðslumálum, vegna vinnslu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2026. Frumvarp að fjárhagsáætlun verður lagt fram á fundi bæjarráðs 4. nóvember 2025 og til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 6. nóvember 2025.
2. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028) - Viðauki nr. 2.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 2

Velferðarsvið
Samtals er lagt til 103 m.kr. kostnaðarauka á Velferðarsviði sbr. neðangreinda sundurliðun.

02330 Vistgjöld vegna barnaverndar 70.000.000
02340 Úrræði á heimili v/barna, barnavernd 5.000.000
02150 Félagsleg heimaþjónusta 70.000.000
02564 Miðskógar sambýli fatlaðra 10.000.000
02568 Brekkuás íbúakjarni fatlað fólk 30.000.000
02415 Afsláttur fasteignagjalda -32.000.000
02567 Búsetuúrræði , sólarhringsþjónusta -50.000.000

Samtals kr. 103.000.000

Fræðslumál
Samtals er lagt til 167 m.kr. kostnaðarauka á Fræðslusviði sbr. neðangreinda sundurliðun.

04030 Niðurgreiðsla á skólamat 176.000.000
04030 Leikskóladeild Urriðaholtsskóla 40.000.000
04287 Frístund Urriðaholtsskóla 6.000.000
04290 Frístundaheimili önnur -55.000.000
Samtals kr. 167.000.000

Æskulýðs- og íþróttamál
Samtals er lagt til 31 m.kr. kostnaðarauka vegna æskulýðs- og íþróttamála sbr. neðangreinda sundurliðun.

06511 Orkukaup Ásgarðslaug 14.000.000
06271 Vinnuskóli laun 17.000.000
Samtals kr. 31.000.000

Hækkun lífeyrisskuldbindingar
Fyrir liggur útreikningur tryggingastærðfræðings á áætlaðri lífeyrisskuldbindingu Garðabæjar fyrir árin 2025 og 2026. Útreikningarnir gera ráð fyrir að gjaldfærsla vegna hækkunar verði á árinu 2025 490 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 450 m.kr. Áætlun fyrir árið 2026 gerir hins vegar ráð fyrir 390 m.kr.

Hækkun gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar 2025 40.000.000
Samtals kr. 40.000.000

Kostnaðarauki samtals 341.000.000
341.000.000

Fjármögnun
00010 Útsvar -203.000.000
00060 Fasteignaskattur -63.000.000
00100 Jöfnunarsjóðu -68.000.000
00350 Lóðarleiga -7.000.000

Samtals -341.000.000
Viðauki2bæjarráð2810.pdf
3. 2509213 - Hvannalundur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gilá ehf., kt. 650700-2790, leyfi fyrir viðbyggingu við einlyft einbýlishús með áföstum bílskúr að Hvannalundi 9.
4. 2510325 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Stekkholt 8 - Deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 22. október 2025 varðandi breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að svalir á efri hæð nái 1 metra út fyrir byggingarreit að norðanverðu og að sunnanverðu. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að svalir nái 60 cm út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum lóðanna Stekkholt 6, 10, 19 og 21 sem og Vorbraut 11 og 13.
5. 2507428 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Ásgarður, dsk breyting, lýsing æfingavallar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 22. október 2025 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Ásgarðs að lokinni grenndarkynningu ásamt þeim athugasemdum sem bárust. Tillagan gerir ráð fyrir ljósamöstrum við æfingavöll norðan við keppnisvöll.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu deiliskipulags Ásgarðs.
6. 2508367 - Ísafold - Fjölgun hjúkrunarrýma
Lögð fram til kynningar drög að breytingum á Ísafold, hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Tillögurnar gera ráð fyrir fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 64 rými á kostnað þess að skrifstofur og fundarherbergi á deild færist niður á 1. hæð þar sem Garðabær hefur verið með skrifstofur og fundaraðstöðu. Jafnframt var kostnaðaráætlun kynnt vegna hinna áætluðu framkvæmda.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun verkefnisins með fyrirvara um að breyting verði gerð á gildandi samningi við Félags- og húsnæðismálaráðuneytið frá 14. maí 2010 í formi viðauka við þann samning, þar sem gert verði ráð fyrir framangreindum viðbótarrýmum.
7. 2510400 - Upplýsingabeiðni Samkeppniseftirlitsins, dags. 22.10.25.
Lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins vegna erindis Íslenska Gámafélagsins ehf. vegna meintra brota Sorpu bs. og aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins á samkeppnislögum.
Bæjarráð samþykkir að fela Juris lögmannsstofu að gæta hagsmuna Garðabæjar í málinu.
8. 2510357 - Umsagnarbeiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varðandi gæðaviðmið fyrir félagsþjónustu, dags. 21.10.25.
Lagt fram erindi Gæða- og eftirlitsstofnunar varðandi gerð gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu á Íslandi.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu á Velferðarsviði.
9. 2510358 - Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, 87. mál., dags. 21.10.25.
Lagt fram.
10. 2510421 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMF Stjörnunnar um tímabundið áfengisleyfi vegna lokahófs knattspyrnudeildar Stjörnunnar í Miðagarði
Lögð fram umsókn UMF Stjörnunnar vegna lokahófs knattspyrnudeildar Stjörnunnar, sem halda á 1. nóvember 2025 í Miðgarði, Vetrarbraut 30.
Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).