30.09.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2109388 - Opnun tilboða í byggingarrétt lóða í Vetrarmýri. |
Á fund bæjarráðs komu Anton Felix Jónsson og Brynjólfur Bjarnason, starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka og gerðu þau grein fyrir tilboðum sem bárust frá neðangreindum lögaðilum í byggingarrétt lóða í Vetrarmýri
Arnarhvoll hf. Náttslóð ehf. D2002 ehf. Arcus ehf.
Framkvæmdafélagið Arnahvoll á hæsta tilboð í allar lóðir kr. 3.030.850.000
Hæsta tilboð í einstaka reiti. Reitur 6. Arnarhvoll hf., kr. 1.500.940.000. Reitur 7. Arnarhvoll hf, kr. 1.529.910.000 Samtals: kr. 3.030.850.000.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka að hefja viðræður og leita samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll sem er hæstbjóðandi í báða byggingarreitina. |
|
|
|
2. 2502475 - Hjúkrunarheimili og þjónusta við fólk sem bíður eftir hjúkrunarrými. |
Farið yfir stöðu mála vegna hjúkrunarrýma, dvalartíma og fjölda einstaklinga sem bíða eftir þjónustu. Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir málefni fólks sem bíður eftir þjónustu.
Bæjarráð Garðabæjar kallar eftir ákvörðunum stjórnvalda um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Garðabæ. Loforð sveitarfélagsins um lóð liggur fyrir og allar skipulagsforsendur sömuleiðis. Aðeins 60 hjúkrunarrými eru í dag í okkar vaxandi sveitarfélagi sem telur rúmlega 21 þúsund íbúa. Þá hvetur bæjarráð yfirvöld til að standa við löngu gefið loforð um 10 ný dagdvalarrými á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Tvö ár eru síðan heilbrigðisráðuneyti heimilaði fleiri rými, sem ekki hefur verið efnt. Garðabær lýsir sig reiðubúinn í samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvæga samþættingu á heimahjúkrun og heimaþjónustu fyrir eldri íbúa, sem yrði til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar.
|
|
|
|
|
|
3. 2507240 - Móaflöt 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ólafi Sæmundssyni, kt. 140862-5689 leyfi til að byggja bílskúr að Móaflöt 51. |
|
|
|
4. 2507143 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Kópavogsbær - ask.br. og dsk.br Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir - Umsögn |
Lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillagna Kópavogsbæjar að samráðsáætlun og skipulagslýsingu vegna skipulagsbreytinga og nýrra áætlana í Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavöllum. Á fundi skipulagsnefndar 18. september 2025 var gerð grein fyrir fundi formanns skipulagsnefndar og skipulagsstjóra með bæjarskipulagi Kópavogs þar sem fyrirhuguð vinna við skipulagsbreytingarnar var til umræðu. Í verkefnislýsingu kemur fram að skoða eigi möguleika á því að staðsetja þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar innan deiliskipulagssvæðis hesthúsabyggðar á Kjóavöllum en svæðið er auk þess skilgreint sem íþróttasvæði (Íþ 7) í Aðalskipulagi Kópavogs. Einnig kemur þar fram að fram skuli fara þarfagreining varðandi þær forsendur sem þurfa að vera til staðar fyrir nýja þjónustumiðstöð og lagt verður mat á hvort að Kjóavellir séu ákjósanleg staðsetning fyrir þjónustumiðstöð. Skipulagsnefnd Garðabæjar minnti á bókun nefndarinnar frá 19. mars árið 2015 varðandi hugmyndir um staðsetningu áhaldahúss (þjónustumiðstöðvar) innan deiliskipulagssvæðis hesthúsabyggðar á Kjóavöllum þar sem hugmyndinni var hafnað. Sú bókun var staðfest í bæjarstjórn þann 16.apríl 2015. Til grundvallar þeirri bókun var lagt fram minnisblað deiliskipulagshöfundar. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt á þessu stigi að skoða gaumgæfilega þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar þegar metnaðarfullt deiliskipulag hesthúsa og keppnisleikvangs á Kjóavöllum var í mótun. Hverfi hesthúsalóða innan Garðabæjar er enn í uppbyggingu og meta þarf áhrif breytingatillagnanna á það sem og á miðsvæði sameiginlegs hesthúsasvæðis t.d. hvað varðar framtíðarmöguleika uppbyggingu byggðarinnar sem og aðkomu svæðisins. Nefndin leggur áherslu á að gott samráð sé haft við Hestamannafélagið Sprett og eigendur hesthúsa á svæðinu. Skipulagsnefnd minnti á að í skipulagslýsingu og samráðsáætlun skuli gera ráð fyrir Garðabæ sem samráðsaðila en ekki eingöngu umsagnaraðila enda um sameiginlegt deiliskipulag að ræða. Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir á þessu stigi ekki frekari athugasemdir við framlagða verkefnislýsingu og samráðsáætlun en áskilur sér allan rétt til þess að gera athugasemdir á síðari stigum ferlisins.
Bæjarráð áréttar framangreind sjónarmið sem fram komu í afgreiðslu skipulagsnefndar. |
|
|
|
5. 2509393 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2026, dags. 19. september 2025. |
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar ásamt fylgigögnum þar sem fram kemur að hlutdeild Garðabæjar árið 2026 er áætluð kr.3.190.807. Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. |
|
|
|
6. 2509412 - Bréf Skógræktarfélags Íslands varðandi skipulagsmál skógræktar hjá sveitarfélögum, dags. 22. september 2025. |
Bréf Skógræktarfélags Íslands lagt fram, þar sem sveitarfélög landsins eru hvött til að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki. Þá eru sveitarfélög hvött til að endurskoða aðalskipulag sitt að loknum sveitastjórnarkosningum vorið 2026 og gera það þannig úr garði að það uppfylli kröfur skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 með síðari breytingum. Jafnframt eru sveitarfélög hvött til að vera á varðbergi gagnvart rangfærslum í umsögnum um framkvæmdaleyfi til nýskógræktar. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs. |
|
|
|
7. 2509413 - Tilkynning innviðaráðuneytisins varðandi boð um þátttöku í samráði um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138 2011, dags. 23. september 2025. |
Lagt fram. |
|
|
|
8. 2509406 - Bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 15. september 2025. |
Tilkynning innviðaráðuneytisins um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fer fram 1. október nk. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. |