| Bæjarstjórn Garðabæjar - 17. (969) |
Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi, 04.12.2025 og hófst hann kl. 17:00 |
|
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar, Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi, Björg Fenger bæjarfulltrúi, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi, Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi, Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi, Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi, Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi, Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi, |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs |
|
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 20. nóvember 2025 er lögð fram. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Fundargerðir til staðfestingar |
| 1. 2511029F - Fundargerð bæjarráðs frá 25/11 ´25. |
Björg Fenger ræddi 3.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita og 4.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi og lagði fram eftirfarandi bókun: "Garðahverfið var deiliskipulagt í heild árið 2013 og tekur það til 85 hektara af um 250 hektara svæði Garðaholts. Í aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 er Garðahverfið skilgreint sem landbúnaðarsvæði þar sem lögð er áhersla á vernd menningar- og náttúruminja enda hefur þar varðveist einstakt búsetulandslag, sem á rætur allt aftur til miðalda. Markmið breytinganna nú er að laga lóðafyrirkomulag, byggingarreiti og byggingarskilmála að þörfum uppbyggingar á svæðinu, í kjölfar samráðs við landeigendur, þannig að þeir styðji við og styrki þau verndarsjónarmið sem liggja til grundvallar deiliskipulaginu." Þá ræddi hún jafnframt 7.tl., samkomulag um Vífilsstaði og lagði fram eftirfarandi bókun: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að undirritað hefur verið samkomulag milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Garðabæjar um framtíðarþróun eigna og lóða á Vífilsstöðum. Samkomulagið markar mikilvægt skref í sameiginlegri vinnu að frekari þróun og enduruppbyggingu Vífilsstaða. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja ríka áherslu á að í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er verði tekið fullt tillit til menningarsögulegra gilda svæðisins og að uppbygging og breytingar á mannvirkjum verði í takt við arkitektúr, ásýnd og sérkenni Vífilsstaða. Mikilvægt er að þróun Vífilstaðareitsins verði í sátt við byggingararf, sögu og landslag svæðisins og að ný starfsemi styrki heildarmynd og aðdráttarafl staðarins."
Ingvar Arnarson ræddi 3.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita og lagði fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúi Garðabæjarlistans í skipulagsnefnd, Baldur Ó. Svavarsson, ítrekaði mótmæli sín frá því fyrir rúmum áratug með bókun í nefndinni. Í þeirri bókun kemur fram að nú sé að raungerast það sem áður hefur verið bent á, að húsum á bæjartorfum í Garðahverfi verði fjölgað og að leyfilegt byggingarmagn muni aukast. Gagnrýnt er að fjölgun og stækkun húsa á svæðinu leiði til óskipulagðrar byggðar og fasteignabrasks. Upphaflega var ætlunin að vernda byggðina með litlum húsum, en grunnflötur þeirra hefur verið stækkaður ítrekað. Nú er stefnt að því að heimila allt að 300 m² einbýlishús á hverri lóð. Garðabæjarlistinn hvetur til þess að horft verði til skipulagðari og metnaðarfyllri uppbyggingar á svæðinu."
Gunnar Valur Gíslason ræddi 15.tl. viðauka um samræmda móttöku flóttafólks.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita og lagði fram eftirfarandi bókun: "Viðreisn kýs gegn afgreiðslu þessa máls og hefði heldur viljað sjá Garðaholt þróað í einni heild. Svæðið er mjög afgerandi í svæðinu öllu og mun hafa mikil áhrif á það hvernig Garðaholtið í heild sinni mun þróast. Þannig mun þetta deiliskipulag bæði vera möguleg höft fyrir hugmyndir og möguleika holtsins í heild sinni en sannarlega einhver tækifæri. Við getum tekið undir gagnrýni um að framkomin tillaga skapi alls konar áskoranir sem ekki er ávarpað með þessari tillögu auk þess sem hún hefur ekki fengið nægjanlega umfjöllun í skipulagsnefndinni okkar." Þá ræddi hann jafnframt 7.tl. samkomulag um Vífilsstaði og lagði fram eftirfarandi bókun: "Viðreisn fagnar samkomulagi Garðabæjar og ríkisins um uppbyggingu Vífilsstaða. Er hér um spennandi svæði að ræða sem íbúar og almenningur eru áhugasamir um. Þegar Garðabær keypti landið á sínum tíma af ríkinu vakti það athygli og skapaði grundvöll fyrir því skipulagi sem nú er að byggjast upp í Vetrarmýri og Hnoðraholti."
Almar Guðmundsson ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita og 4.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi.
Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls að nýju og ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita og 7.tl. samkomulag um Vífilsstaði.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita, 4.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi og 7.tl. samkomulag um Vífilsstaði.
Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingarreita.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju og ræddi 7.tl. samkomulag um Vífilsstaði og 13.tl. erindi frá Sögufélagi Garðabæjar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar - Garðahverfi.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka með 8 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG) gegn 3 (ÞÞ, IA, GK).
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG, GK) gegn 3 (ÞÞ, IA).
Fundargerðin sem er 15. tl. er samþykkt samhljóða. |
1.3. 2010078 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingareita.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 21. nóvember 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahverfis. Tillagan hefur verið í mótun undanfarna mánuði í samráði við ábúendur í Garðahverfi.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum á deiliskipulagsuppdrætti:
Almennar breytingar:
-Afmarkaðar eru lóðir utan um núverandi byggingar á svæðinu.
-Nýjum lóðum fjölgar alls um 6 á eftirfarandi býlum: Katrínarkoti, Hlíð, Miðengi, Görðum, Nýjabæ og Eystri-Dysjum.
-Nýjar lóðir verða um 900 m², staðsetningu og lögun lóða og byggingarreita er breytt í kjölfar samráðs eða vegna fornminja.
-Heimreiðum að nýjum lóðum er breytt.
Stígar og aðgengi:
-Bætt öryggi og aðgengi gangandi á gatnamótum Garðavegar og Garðaholtsvegar. Hraðalækkandi aðgerðir og gönguþveranir eru tilgreindar á uppdrætti á þessu svæði.
-Afmörkuð er á uppdrætti gönguþverun fyrir hraðalækkandi aðgerðir þar sem göngustígur þverar Garðaveg hjá Garðakirkju.
-Bætt er við stofnstíg samhliða Garðavegi og Garðaholtsvegi í samræmi við aðalskipulag.
-Gönguleið meðfram Garðavegi breytt í tengistíg í samræmi við flokkun í aðalskipulagi.
-Flokkun stígsins meðfram ströndinni í Garðahverfi er breytt til samræmis við flokkun hans í aðalskipulagi sem útivistarstíg. Afmörkuð er á uppdrætti gönguþverun fyrir hraðalækkandi aðgerðir við upphaf sama stígs við Aukatjörn.
Grænigarður, Garðar, Garðaholt og Krókur:
-Afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt þannig að hún nær einnig yfir gömlu bæjartorfuna Höll.
-Afmörkuð er lóð við húsið Grænagarð.
-Aðkoma að Grænagarði frá kjarna Garðaholts er skilgreind á uppdrætti og bætt við leiðbeinandi legu stíga innan garðsins. Þá er skilgreindur byggingarreitur innan Grænagarðs með skilmálum fyrir lítil mannvirki sem tengjast starfsemi og rekstri almenningsgarðs s.s. fyrir áhaldageymslu, garðhýsi eða annað.
-Gert er ráð fyrir minjasvæði milli Garðakirkju og íbúðarhúss í Görðum.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum á deiliskipulagsgreinargerð:
-Sett eru ákvæði um smáhýsi á lóðum.
-Hámarksgrunnflötur nýrra íbúðarhúsa verður 100 m2 í stað 80 m2.
-Bætt er við ákvæðum um þakgerð, gerð kvista, matjurtargarð, girðingar ofl.
-Bætt er við ákvæði um að skipulagsnefnd sé heimilt að víkja frá einstökum ákvæðum skilmála ef færð eru góð rök fyrir því að útfærslan virði einkenni byggðarinnar og markmið deiliskipulagsins.
-Kvöðum um fornleifar er breytt.
-Kvöðum um einstök býli breytt til samræmis við breytingartillögur á deiliskipulagsuppdrætti.
-Kvöðum og umfjöllun um Grænagarð er breytt til samræmis við breytingartillögur á deiliskipulagsuppdrætti og á aðalskipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkti með þremur atkvæðum að vísa breytingartillögu til auglýsingar í samræmi við 41.gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010 og sbr. 1. mgr. 43.gr. sömu laga.
|
1.4. 2010080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 6. Garðahverfi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 21. nóvember 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Garðaholts og er í samræmi við tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahverfis.
Tillaga að breytingu gerir ráð fyrir landnotkun fyrir samfélagsþjónustu á lóð Grænagarðs í samræmi við hugmynd um skólastarfsemi á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkti með þremur atkvæðum að vísa tillögunni með ofangreindri breytingartillögu til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynna skal tillögu samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahverfis.
|
1.5. 2305550 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Nýhöfn 1-5, breyting á bílastæðum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 21. nóvember 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Sjálands sem nær til lóðarinnar Nýhöfn 1-5 og svæðis vestan við lóðina að lokinni auglýsingu ásamt athugasemd sem borist hefur.
Athugasemd lýtur mest að atriðum sem varða umferð og yfirborðsútfærslu gatna og gatnamóta. Skipulagsnefnd taldi að mögulegt væri að gera einhverjar úrbætur sem kalli þó ekki á breytingu deiliskipulags. Skipulagsnefnd taldi að ekki væri svigrúm til þess að fella út bílastæði úr deiliskipulagi til að koma til móts við sjónarmið um greiðfærari götu í Löngulínu enda varðar það grundvallar hugmynd deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd vísaði athugasemd til umhverfissviðs til skoðunar.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta frá auglýstri tillögu sem breytingu á deiliskipulagi Sjálands í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
1.6. 2510434 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar 2025-2040, nr. 1446/2025 -Lýsing.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 21. nóvember 2025 varðandi tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Hafnarfjarðar, sem hefur verið vísað til forkynningar.
Embættismenn og ráðgjafar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa undanfarið verið í gagnlegu samráði vegna tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar sem nær til stígakerfis sem er því í mótun beggja vegna sveitarfélagsmarka.
Garðabær ítrekar þær athugasemdir sem skipulagsstjóri Garðabæjar gerði við tillögu að breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar og nær til Hrauns vestur en þar segir m.a.:
"Þær skipulagsbreytingar sem boðaðar eru í tillögu að rammahluta aðalskipulags Hafnarfjarðar sem nær til Hrauna vestur eru mjög umfangsmiklar svo vægt sé til orða tekið. Garðabær telur jákvætt að byggðin styrki áform um öflugar almenningssamgöngur um samgöngu-og þróunarás um Hafnarfjarðarveg en hefur um leið áhyggjur af stöðu mála hvað áhrif á umferðarkerfi varðar. Á meðan að ekki liggur fyrir stefna um útfærslur á stofnbrautakerfinu sem tengir saman Hafnarfjarðarveg, Álftanesveg, Reykjanesbraut og Flóttamannaveg er erfitt að taka afstöðu til þátta eins og byggingarmagns, íbúðafjölda, umferðarflæðis og landnotkunar almennt. Tekið er undir tillögu svæðisskipulagsnefndar um að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að í komandi skipulags-og uppbyggingarferli sé virkt samtal við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélögum um hönnun og útfærslu aðgerða sem líklegar eru til að draga úr álagi skv. samgöngumati."
Skipulagsnefnd hefur ekki frekari ábendingar á þessu stigi en áskilur sér allan rétt til þess að gera það á síðari stigum aðalskipulagsferlis.
|
1.7. 2511417 - Samkomulag um Vífilsstaði.
Kynnt minnisblað um skipulag og enduruppbyggingu Vífilsstaða, ásamt drögum að samkomulagi milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands og Garðabæjar um framtíðarþróun eigna og lóða á Vífilsstöðum.
Á grundvelli samkomulagsins hafa aðilar ákveðið að vinna sameiginlega að frekari þróun og enduruppbyggingu á svokölluðum Vífilsstaðareit.
Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að ganga frá deiliskipulagi fyrir afmarkaðar lóðir sem nær yfir Spítalaveg 1-3, sem endurskipulagt verður undir verslunar- og þjónusturými með möguleikum á viðbótaruppbyggingu.
Á grundvelli uppfærðs deiliskipulags fyrir Spítalaveg 1-3 mun ríkið hefja opið söluferli á fasteignum innan þess svæðis undir breytta starfsemi í samstarfi við Garðabæ. Einnig er stefnt að því að hefja sölu á svokölluðu Búshúsi við Spítalaveg 5. Leitast verður við að ganga til samninga við aðila sem hefur fjárhagslega getu til að umbreyta fasteignum undir breytta starfsemi að teknu tilliti til menningarsölulegs gildi þeirra, svo sem þjónustutengda starfsemi sem eykur aðdráttarafl svæðisins og stuðlar að mannlífi og virkni.
Við deiliskipulagsgerðina verða einnig skilgreindir sérstakir byggingarreitir fyrir atvinnustarfsemi á lóðum í nánd við Spítalaveg 1-3 og verða þeir að hluta eða öllu leyti boðnir til sölu samhliða söluferli á Spítalavegi 1-3
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag og að fela Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, að undirrita samkomulagið fyrir hönd Garðabæjar.
|
1.15. 2511168 - Viðauki um samræmda móttöku flóttafólks.
Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir drögum að viðauka III við samning um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka III við þjónustusamning milli Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Garðabæjar um samræmda móttöku flóttafólks, þannig að einstaklingar í samræmdri móttöku verði 100 á árinu 2026.
|
|
|
|
| 2. 2511039F - Fundargerð bæjarráðs frá 2/12 ´25. |
| Fundargerðin sem er 10. tl. er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
| 3. 2511023F - Fundargerð leikskólanefndar frá 19/11 ´25. |
Margrét Bjarnadóttir ræddi 1.tl. Skólaþjónustu Garðabæjar, greiningar og tölfræðí 2024-2025 leikskóla, 2.tl. gervigreindarstefnu Garðabæjar, 3.tl. dagskrá fyrir skólahópa 2025-2026, 4.tl. beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi Lundabóls og 5.tl. viðurkenningar í skólastarfi.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 4. 2511030F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 21/11 ´25. |
Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. Aðventuhátíð Garðabæjar 2025.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 5. 2511027F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 21/11 ´25. |
| Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 6. 2511031F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 26/11 ´25. |
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl. menningarviðburði í grunn- og leikskólum 2025-2026, 2.tl. gervigreindarstefnu Garðabæjar, 3.tl. viðurkenningar í skólastarfi, 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026 og 6.tl. kynningu og samtal við skólastjórnendur Sjálandsskóla.
Ingvar Arnarson ræddi fundargerðina.
Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.
Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.
Margrét Bjarnadóttir ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.
Almar Guðmundsson ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 7. 2511007F - Fundargerð velferðarráðs frá 21/11 ´25. |
Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. sameiginlegan fund félagsmálanefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni heimilislausra.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. sameiginlegan fund félagsmálanefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni heimilislausra.
Almar Guðmundsson ræddi ræddi 1.tl. sameiginlegan fund félagsmálanefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni heimilislausra.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 8. 2511020F - Fundargerð öldungaráðs frá 24/11 ´25. |
Harpa Rós Gísladóttir ræddi 1.tl. kynningu á félagsstarfi fyrir eldra fólk í Jónshúsi og Smiðjunni, 2.tl. hönnun - útboð - Lambamýri, fjölnota aðstaða fyrir eldri borgara, 3.tl. Ísafold - fjölgun hjúkrunarrýma, 4.tl. íbúaþing eldra fólks 2025 og 5.tl. stefnu í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025-2026.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
|
| Almenn erindi |
| 9. 2501538 - Fundargerð heilbrigðiseftirlits frá 24/11 ´25. |
| Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 10. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH frá 17/11 ´25. |
| Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 11. 2502040 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæðanna frá 19/11´25. |
| Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
| 12. 2507256 - Tillaga um álagningu fasteignagjalda 2025. |
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Fasteignaskattur skal vera 0,149% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Fasteignaskattur skal vera 1,49% af öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Leigugjald á íbúðarhúsalóðum Garðabæjar skal vera 0,4% af fasteignamati lóðar og er þá ekki nýtt að fullu heimild bæjarins sem er 1,0% samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna. Leigugjald á atvinnuhúsalóðum Garðabæjar skal vera 1,0% af fasteignamati lóðar, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna. Vatnsgjald skal vera 0,071% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur. [Sjá gjaldskrá] Aukavatnsgjald skal á árinu 2026 vera 36,9 kr/tonn m.v. BVT í uppreiknaða í desember 2025. Á Álftanesi skal vatnsgjald vera samkvæmt gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem innheimtir vatnsgjald samkvæmt samningi. Fráveitugjöld skulu vera 0,074% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005. [Sjá gjaldskrá] Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. 39.400. Sorphirðugjald skal vera samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Taðþróargjöld í hesthúsahverfi Andvara skulu vera kr. 456.900 á hvert hús fyrir tímabilið 1. janúar 2026 til 30. júní 2026. [Sjá gjaldskrá]. Fasteignaskattur og fráveitugjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ákvarða viðmiðunartekjur samkvæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2026 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október.
Tillaga um álagningu fasteignagjalda samþykkt samhljóða. |
|
|
|
| 13. 2507256 - Gjaldskrá fráveitu. |
Lögð fram gjaldskrá fráveitu þar sem fram kemur að fráveitugjald verði 0,074% af álagningarstofni.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 14. 2507256 - Samþykkt um breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsgjald o.fl. |
Lögð fram samþykkt um breytingu á gjaldskrá vatnsgjalds þar sem fram kemur að vatnsgjald verði 0,071% af fasteignamati húsa og lóða.
Samþykkt um breytingu á gjaldskrá vatnsgjalds samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 15. 2507256 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Garðabæ. |
Lögð fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Garðabæ.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 16. 2507256 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ. |
Lögð fram gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir að gjald fyrir hverja ferð nemi einu og hálfu strætisvagnafargjaldi.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 17. 2507256 - Gjaldskrá bókasafns Garðabæjar. |
Lögð fram gjaldskrá bókasafns Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 4,0% hækkun.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 18. 2507256 - Gjaldskrá fyrir frístundabíl. |
Lögð fram gjaldskrá frístundabíls þar sem gert er ráð fyrir 6,0% hækkun.
Gjaldskráin er samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA). |
|
|
|
| 19. 2507256 - Gjaldskrá fyrir frístundaheimili. |
Lögð fram gjaldskrá fyrir frístundaheimili þar sem gert er ráð fyrir 4,0% hækkun.
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA). |
|
|
|
| 20. 2507256 - Gjaldskrá fyrir starfsemi Garðahrauns. |
Lögð fram gjaldskrá fyrir Garðahraun þar sem gert er ráð fyrir 4,0% hækkun.
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
| 21. 2507256 - Gjaldskrá leikskóla. |
Lögð fram gjaldskrá leikskóla með gildistíma frá 1. janúar 2026.
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
| 22. 2507256 - Gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar. |
Skólamálsverðir í Garðabæ eru gjaldfrjálsar árið 2026.
|
|
|
|
| 23. 2507256 - Gjaldskrá sundlauga Garðabæjar. |
Lögð fram gjaldskrá sundlauga Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 4,0% hækkun.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 24. 2507256 - Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu við Kjóavelli. |
Lögð fram gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum þar sem fram kemur að taðþróargjald verði kr. 456.000 fyrir tímabilið 1. janúar 2026 til 30. júní 2026.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 25. 2507256 - Gjaldskrá Tónlistarskóla Garðabæjar. |
Lögð fram gjaldskrá Tónistarskóla Garðabæjar, þar sem gert er ráð fyrir 6% hækkun, sem taki gildi í september 2025. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
Gjaldskráin samþykkt með 9 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
| 26. 2507256 - Reglur um tekjutengingu afslátta. |
Lagðar fram reglur um tekjutengingu afslátta af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Reglurnar fylgdu fundarboði og eru vistaðar í fundargátt.
Reglurnar samþykktar samhljóða.
|
|
|
|
| 27. 2507256 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026 (2026-2029) - seinni umræða. |
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, fjallaði um frumvarp að fjárhagsáætlun og fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og íbúum fyrir ábendingar sem fram komu á vef Garðabæjar. Bæjarstjóri lýsti ánægju með gott samstarf allra bæjarfulltrúa við umfjöllum um fjárhagsáætlun. Bæjarstjóri fjallaði um helstu niðurstöður sem koma fram í frumvarpinu og greinargerð sem hefur verið uppfærð og er lögð fram nú við síðari umræðu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum að breytingum við frumvarpið eins og það var lagt fram við fyrri umræðu.
Tekjur: Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis lækki í 0,149% og atvinnuhúsnæðis í 1,49%, samtals lækkun að fjárhæð 110mkr. Lækkun framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 260mkr., skv. uppfærðri áætlun sjóðsins. Aðrar tekjur hækka um 423mkr, sem er innlausn gatnagerðartekna og leiðrétting. Breytingar á tekjum kr. 53mkr. til hækkunar.
Gjöld: Leiðréttingar, gjaldskrár o.fl., 16mkr. til lækkunar. Hækkun hvatapeninga 30mkr. Samningar við félög 90mkr. Sumarnámskeið , frekari breytingar 15mkr. Farsæld barna, stuðningsúrræði 12mkr. Íslenska, lestur, bókasafn/skólar 3mkr. Forvarnir og heilsuefling eldri borgara 10mkr. Stafræn málefni og þjónusta, stöðugildi 12mkr. Áhersluverkefni í þjónustu 6mkr. Stafræn verkefni/gervigreind 12mkr. Vinna gegn skólaforðun unglinga 8mkr. Sjálfstætt starfandi skólar 10mkr. Þróun á námsmati/mælaborð/samræming 5mkr. Vinna og virkni fatlaðs fólks 2mkr. Fegrun bæjarlands 5mkr. Hagræðing almenn á málaflokka 200mkr. Breytingar á útgjöldum 4mkr. til hækkunar. Hækkun á rekstrarafgangi A-sjóðs 70mkr. Rekstrarafgangur A-sjóðs fyrri umræða 76mkr. Rekstrarafgangur A-sjóðs með breytingum 359mkr. Rekstrarafgangur A og B sjóðs með breytingum 595mkr.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Viðreisn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þær álögur sem byggja undir tekjuhlið hennar. Við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 hafa öll stjórnmálaöfl í bæjarstjórn Garðabæjar fylgt tímalínu við vinnslu fjárhagsáætlunar. Þó er brýnt að benda á að þann eðlismun sem er á aðkomu minnihluta og meirihluta við framkvæmd á þessari áætlanagerð. Meirihlutinn ber ábyrgð á vinnu þessarar áætlunar og býður upp á samtal um hana hvort sem um er að ræða forsendur hennar, gjaldskrár, fjárfestingar eða rekstur. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 myndi því líta öðruvísi út ef Viðreisn kæmi að rekstri bæjarins í meirihluta, með þessum áherslum: Fyrst ber að nefna að Viðreisn vill sjá sveitarfélagið taka af markvissari hætti á starfsmannamálum. Hvert sem litið er í rekstri bæjarins þá veltur það á góðum mannauði bæjarins sem starfar daglega við að veita bæjarbúum fyrirmyndar þjónustu. Starfsvettvangur í framlínu sveitarfélagsins er sérlega mikilvægur og getur hins vegar á köflum verið einkar krefjandi. Við viljum veita starfsfólki okkar aukna og verðskuldaða athygli með því að fjármagna aðgerðir til að hlúa betur að mannauði sveitarfélagsins. Viðreisn lítur á slíka aðgerð sem fjárfestingu í okkar dýrmætustu auðlind. Starfsmannakostnaður er einn stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélagsins og því mikilvægt að rýna hann vel. Viðreisn vill með þessu einnig stíga markviss skref í því að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem hlúð er að heilsu og velferð starfsfólks, stjórnendur fá þjálfun við hæfi, starfsfólk fær hvatningu og að það sé eftirsóknarvert að vinna fyrir Garðabæ. Það skilar sér til baka í auknum ávinningi til bæjarfélagsins, bæði fjárhagslegum sem ófjárhagslegum. Markmið með þessum auknu áherslum Viðreisnar er að hlúa að vellíðan starfsfólks Garðabæjar, draga úr fjarveru t.d. vegna veikinda, halda í dýrmætan mannauð, byggja upp og viðhalda þekkingu og reynslu til þess að þróast áfram í starfi, mæta þeim breytingum kunna að skapast og koma auga tækifæri til að veita aukna þjónustu eða til hagræðingar. Viðreisn vill sjá sjálfbæran rekstur sveitarsjóðs þannig að einskiptistekjur, t.a.m. gatnagerðagjöld, fari beint til fjárfestinga eða niðurgreiðsla skulda en blandist ekki öðrum skatttekjum og þjónustugjöldum til að fjármagna grunnrekstur sveitarfélagsins. Það er sérstaklega hættulegt til framtíðar fyrir Garðabæ að blanda þessu tvennu saman, fyrir bæjarfélag sem á mikil tækifæri til uppbyggingar á næstu árum. Þetta er grunnforsenda þess að hér sé sterkur bæjarsjóður í Garðabæ sem er vel í stakk búinn að halda áfram að veita góða þjónustu. Viðreisn leggur að endingu til að tekið verði upp upp áhættumat við fjárhagsáætlanagerð, en áhætta við rekstur Garðabæjar getur birst okkur í ólíkustu og ólíklegustu myndum. Öllum fjárhag fylgir undirliggjandi áhætta. Það er því mikilvægt fyrir bæjarfulltrúa og sviðsstjóra okkar að hafa glöggva mynd á þeim áhættum sem fylgir rekstri eins og okkar. Hér má t.d. nefna rekstraráhættur við mögulegri náttúruvá, starfsmannaveltu, veikindi starfsmanna, lausafjárstöðu, verðbólgu, ástand fasteigna, óvissu við rekstur byggðasamlaga, skemmdir eða árásir. Þær ákvarðanir sem teknar eru með áhættumiðaðar forsendur til hliðsjónar eru alla jafnan betur upplýstar en ella."
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026-2029 sýnir sveitarfélag í áframhaldandi uppbyggingu og fjárfestingum. Marga jákvæða hluti má taka til, svo sem lækkandi fjármagnsgjöld - sem áætluð eru 1.5 milljarður 2026 fyrir A-hluta - en voru, til samanburðar, 2.2 milljarðar árið 2023, 2.1 milljarður 2024 og tæpir 1.9 milljarður samkvæmt útkomuspá fyrir 2025. Þetta er mjög jákvæð þróun, enda þýðir þetta einfaldlega að minna af tekjum bæjarins fer í vaxtakostnað. Unnið er að því að greiða niður skammtímaskuldir samhliða því að vextir og verðbólga bíta ekki eins fast - sem birtist með þessum jákvæða hætti í bókhaldinu og í áætluninni. Þrátt fyrir að skuldir aukist jafnt og þétt vegna uppbyggingar og fjárfestinga í innviðum hefur skuldahlutfall Garðabæjar fyrir A-hluta, skuldir sem hlutfall af tekjum, farið lækkandi úr 131% 2023, í 118% 2024, 105% skv. útkomuspá fyrir árið í ár og verður 106% samkvæmt áætluninni fyrir árið 2026. Á milli umræðna lagði Garðabæjarlistinn áherslu á hækkun hvatapeninga upp í 75 þúsund krónur, aukna fjárfestingu í félagslegu húsnæði og aukið stofnframlag til uppbyggingar á fjölbreyttu húsnæði, m.a. fyrir tekjulægra fólk. Hluti þeirra breytinga sem meirihlutinn lagði til á milli umræðna er hækkun hvatapeninga í 67 þúsund krónur úr 60 þúsundum. Við fögnum því, en hefðum viljað sjá bæjarstjórn ganga lengra fyrir barnafjölskyldur í bænum - sem við tjáðum meðal annars með því hvernig við kusum um gjaldskrár. Ekki var brugðist við áherslum okkar um aukna fjárfestingu í félagslegu húsnæði og auknar fjárhæðir í stofnframlög. Í janúar fengum við yfirlit yfir umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði fyrir árið 2024 í velferðarráði. Það ár voru 24 umsóknir samþykktar, en aðeins ein úthlutun fór fram. Fólk þarf að uppfylla mörg matsskilyrði til þess að teljast í nægilega mikilli neyð til þess að fá umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði samþykktar. Árið 2024 var 21 barn í þessari stöðu. Uppbygging á húsakosti Garðahúsa, svo betur megi takast á við aðkallandi neyð íbúa - sem gerir ekki endilega boð á undan sér - verður að okkar mati að gerast hraðar en meirihlutinn leggur til. Stofnframlög frá Garðabæ hafa á undanförnum árum meðal annars verið nýtt til þess að styðja kaup leigufélagsins Brynju, sem er í eigu ÖBÍ, á almennu húsnæði í bænum. Þetta hefur létt á biðlista vegna félagslegs húsnæðis. Garðabæjarlistinn vill sjá meira fjármagn sett í stofnframlög, en þau hafa staðið í um 40 milljónum undanfarin ár. Stofnframlög má nota til þess að byggja upp í almenna íbúðakerfinu í samvinnu við óhagnaðardrifin leigufélög, sem eru t.a.m. einnig rekin af stéttarfélögum. Meirihlutanum er tíðrætt um séreignastefnu sína, sem litar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Garðabæ, en við bendum á að örugg leiga og viðráðanleg er forsenda þess að fólk sem ekki er fjársterkt eða nýtur stuðnings ættingja geti komist á fasteignamarkaðinn. Við þökkum fyrir samráð og samtal í aðdragandanum og á meðan vinnunni hefur staðið. Margt af því sem meirihlutinn leggur fram er jákvætt og til þess fallið að bæta samfélagið okkar. Eftir stendur þó að Garðabæjarlistinn hefði forgangsraðað með öðrum hætti og mun því ekki samþykkja þessa áætlun."
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Meginmarkmið bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ snýst um gott mannlíf og að lífsgæði og vellíðan bæjarbúa verði tryggð til framtíðar. Okkar leiðarljós að þessu markmiði er ábyrgur rekstur bæjarfélagsins, lágar skattálögur og framúrskarandi þjónusta við bæjarbúa. Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2026 og þrjú næstu ár endurspeglar þessar megináherslur okkar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verður áfram 14,71% sem er hið lægsta meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar í 0,149% og er áfram hið lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Vatnsgjald og holræsagjald lækka einnig, ásamt fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkun fasteignamats á eignir í Garðabæ. Fjárhagsáætlun ársins 2026 var unnin í opnu og gagnsæju ferli þar sem fjölmargir Garðbæingar sendu greinargóðar ábendingar í samráðsgátt bæjarins. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á að styrkja enn frekar skólaþjónustuna í bænum, efla forvarnarstarf barna og ungmenna og vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara ásamt því að áhersla á farsæld, forvarnir og umhverfismál rýma vel við þær ábendingar sem íbúar sendu inn. Samkvæmt framkvæmdaáætlun verður mikið fjárfest í innviðum bæjarins á árinu 2026. Garðabær er í örum vexti og markmiðið er að byggja undir vöxt sveitarfélagsins og velferð íbúa á komandi árum. Að stærstum hluta snýst uppbyggingin um skólahúsnæði, leikskóla, nýjan búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti, stígakerfi og lóðir undir íbúðir þar sem fjölbreyttir húsnæðiskostir verða í boði með aukinni áherslu á sérbýli í Hnoðraholti. Mikill kraftur er settur í miðbæ Garðabæjar á Garðatorgi og sjálfbærni veitukerfa þar sem vatns- og fráveituframkvæmdir eru fyrirferðarmestar. Lántökur bæjarsjóðs Garðabæjar verða áfram hóflegar og í útkomuspá 2025 og í áætlun tímabilsins 2026-2029 er gert ráð fyrir umtalsverðri lækkun skuldahlutfalla bæjarsjóðs frá árinu 2024. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna ótrauðir að því áfram að álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatts í Garðabæ séu hin lægstu meðal stærstu sveitarfélaga landsins, að þjónustukannanir staðfesti áfram mikla ánægju íbúa með þá þjónustu sem bærinn veitir og að íbúar séu ávallt mjög ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í."
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Við í Framsókn leggjum áherslu á ábyrga fjármálastjórn og sjálfbæran rekstur bæjarfélagsins. Okkar áherslur hafa ekki breyst, við höfum áhyggjur af þróun skuldastöðu bæjarins, sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum og er nú komin yfir 40 milljarða króna. Þessi skuldasöfnun, ásamt veikri lausafjárstöðu, dregur úr svigrúmi bæjarins til að fjárfesta í grunnþjónustu og bregðast við ófyrirséðum áföllum. Við höfum talað fyrir hækkun hvatapeninga og því er ánægjulegt að sjá að þeir hækka, en hefðum viljað sjá þá hækka enn meira og í takt við hækkandi kostnað heimilanna til að létta undir með fjölskyldufólki sem velur Garðabæ frekar en önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er áfram gert ráð fyrir verulegum lántökum á sama tíma og engin skýr sýn er á raunverulega lækkun skulda. Greiðslubyrði vegna skulda, bæði afborganir og vextir, nemur nú 7?8% af heildartekjum bæjarins, sem er hátt hlutfall miðað við sveitarfélag af þessari stærð. Þrátt fyrir hátt bókfært eigið fé er ljóst að megnið af því er bundið í fasteignum og innviðum, og því ekki til ráðstöfunar til að mæta skuldbindingum. Fjárfestingar þurfa að vera í samræmi við greiðslugetu, og rekstur byggjast á reglulegum og sjálfbærum tekjum fremur en einskiptistekjum eða nýjum lánum. Framsókn leggur áherslu á að fjármál bæjarins verði rekin með langtímahagsmuni íbúa að leiðarljósi, með festu, varfærni og gagnsæi. Við hefðum viljað sjá meirihlutann taka skynsamlegar skerðingar, þvert á svið, mælanlegri 1% skerðingu svo koma megi til móts við aukinn kostnað og lántökur. Með íbúana í forgrunni viljum við sjá ákveðin skref tekin í forvarnarstarfi td með lengri opnun sundlauga en líka með betri gæslu og öryggis í bænum okkar. Því miður hafa of margar árásir á ungmenni átt sér stað undanfarið. Börn og aðrir íbúar upplifa sig ekki örugg, og þarf gæsla, vöktun og öryggið að vera sýnilegra. Upplifun af öryggi kemur með sýnileika. Hluti af þessu er líka að liðka fyrir leið viðbragðsaðila að stöðum sem ekki eru eins öruggir, td. Eins og undirgöngin við Lækjarás."
Björg Fenger tók til máls.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju.
Tillaga um breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun er samþykkt með 8 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA). BDG sat hjá.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdayfirlit fjárhagsáætlunar með framkomnum breytingum með 8 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, GK). Þrír sitja hjá (ÞÞ, IA, BDG).
Bæjarstjórn samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun með framkomnum breytingartillögum sem fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2026-2029 með 8 atkvæðum (AG, BF, SHJ, MB, HBE, GVG, HRG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA). BDG sat hjá.
Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025- 2028 eru (í þús.kr.): 2026 2027 2028 2029 Tekjur 36.660.387 38.438.482 40.378.263 42.568.185 Gjöld 32.304.222 33.894.631 35.453.459 37.206.796 Rnst. f. afskr. 4.356.165 4.545.852 4.924.804 5.631.796 Afskriftir -2.032.564 -2.136.793 -2.310.627 -2.460.573 Rnst. án fjáml. 2.323.601 2.407.058 2.614.177 2.900.816 Fjám.tekjur/gjöld -1.729.708 -1.561.979 -1.626.139 -1.699.515
Rekstarniðurst. 593.893 845.079 988.038 1.201.300 Framkvæmdir 4.959.000 4.963.000 5.000.000 4.799.000
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 |
|