Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarráð Garðabæjar
9. fundur
17.10.2025 kl. 08:15 kom velferðarráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason formaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Berglind Víðisdóttir varamaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Snædís Björnsdóttir lögfræðingur, Pála Marie Einarsdóttir deildarstjóri.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2506594 - Miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu
Margrét Edda Yngvadóttir, sérfræðingur á farsældarsviði hjá Barna - og fjölskyldustofu kynnti skipulag á fyrirhuguðu miðlægu bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Deildarstjóri barnaverndar sat fundinn undir þessum lið.
2. 2509275 - Endurskoðun á stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks
Farið yfir minnisblað tengt vinnu við endurskoðun stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks og fyrstu drög að kaflaskiptingu stefnunnar lögð fram. Stefnan verður unnin í samstarfi við samráðshóp í málefnum fatlaðs fólks og drög að stefnu lögð fram á fundi velferðarráðs í desember.
3. 2410319 - Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti
Sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir stöðu verkefnis og lagði fram tilgátumynd arkitekts að búsetukjarna við Haustbraut. Stefnt er að því að sambærileg tilgátumynd af því félagslega búsetuúrræði sem til umræðu hefur verið í Hnoðraholti verði lögð fram á fundi velferðarráðs í desember ásamt forteikningum arkitekts að búsetukjarnanum við Haustbraut.
4. 2101189 - Samráðsfundir velferðasviða hjá SSH
Fundargerðir samráðshóps SSH um velferðarmál frá september og október 2025 lagðar fram til kynningar.
5. 2509074 - Sameiginlegur fundur félagsmálanefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni heimilislausra
Fundarboð verður sent til aðalmanna velferðarráðs.
6. 1903268 - Tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi.
Tölfræði vegna atvinnuleysis í Garðabæ 2019-2025 lögð fram til kynningar.
7. 2506155 - 50 ára afmæli Garðabæjar 2026
Umræða um 50 ára kaupstaðarafmæli Garðabæjar árið 2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).