Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
28 (22-26). fundur
10.09.2025 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður, Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður, Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri umhverfismála.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2507025 - Veitumál í Garðabæ
Guðbjörg Brá Gísladóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti stöðu veitumála í Garðabæ. Umhverfisnefnd þakkar greinagóða kynningu á veitumálum í Garðabæ.
Veitur Garðabær.pdf
2. 2502419 - Mengunarmælingar 2025
Lagt fram.
3. 2509018 - Umhverfishópar 2025
Skýrsla yfirflokkstjóra umhverfishópa sem starfræktir eru yfir sumarið kynnt. Umhverfisnefnd fagnar miklu og öflugu starfi sem unnið var í umhverfishópum í sumar og góðri samantekt um störf umhverfishópa.
4. 2505166 - Evrópsk samgönguvika 2025
Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þema samgönguviku í ár er Samgöngur fyrir öll.
5. 2206189 - Tillaga um nafngiftir og fegrun hringtorga í Garðabæ
Umhverfisnefnd ræddi tillögu um nafngiftir og fegrun hringtorga í Garðabæ. Nefndin leggur til hugmyndir að forgangsröðun hringtorga sem til greina koma fyrir nafngiftir en leggur jafnframt áherslu á að frekari greining á útfærslu og kostnaði fari fram við verkefnið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).