Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
33. fundur
02.10.2025 kl. 08:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Anna María Skúladóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2509515 - Starfsáætlanir grunnskóla 2025-2026
Starfsáætlanir grunnskóla voru lagðar fram og kynntar. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfullar og vel unnar starfsáætlanir.
2. 2509516 - Menntadagur leik- og grunnskóla 2025
Rætt var um Menntadag Garðabæjar 2025 sem haldinn verður þann 7. nóvember nk. Þar verða m.a. kynnt þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr Þróunarsjóði Garðabæjar á árunum 2022 - 2024.
3. 2509517 - Skólaþjónusta Garðabæjar - greining og tölfræði grunnskóla 2024 - 2025
Grunn- og tónlistarskólafulltrúi kynnti fjölda beiðna til sérfræðinga sem bárust skólaþjónustu grunnskóla skólaárið 2024-2025. Í allri vinnu skóla og skólaþjónustu er grunnstefið að leggja áherslu að hefja vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra sem allra fyrst samkvæmt þrepaskiptri skólaþjónustu.
Fram kom að börnum sem vísað hefur verið áfram af fagfólki skólaþjónustu sveitarfélagsins, s.s. til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, Geðheilsumiðstöðvar barna og talmeinafræðinga þurfi oft að bíða mjög lengi eftir frekari þjónustu sem veitt er af ríkinu. Af því tilefni ítrekar skólanefnd mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fagfólks á vegum ríkisins og hvetur til þess að lögð verð áhersla á að stytta biðtími barna í þau úrræði sem fagaðilar sveitarfélagsins hafa vísað börnunum til.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).